7.3.2010 | 21:35
Sofið á video-kvöldi fjölskyldunnar
Föstudagur 26. febrúar 2010
Vegna aðgerðar eldri sonarins (sjá færslu gærdagsins) var ákveðið að fjölskyldan skylda taka það rólega saman í kvöld. Strákarnir fengu að velja sér DVD-myndir sem við leigðum og eina mynd reyndum við að horfa á saman. Ég segi reyndum því fljótlega eftir að allir voru búnir að koma sér þægilega fyrir og myndin var komin í gang, steinsofnaði ég og dottaði svo meira og minna allt kvöldið. Ég náði því ekki að halda söguþræðinum en á það til góða að horfa síðar á hina skemmtilegu mynd Upp sem yngri sonurinn, Magnús Árni, hafði valið fyrir okkur. Það er samt bara hrikalega gott að fara sofa snemma á föstudagskvöldi, svona til tilbreytingar
Mynd dagsins er auglýsingamynd vegna kvikmyndarinnar "Upp" sem við fjölskyldan ætluðum að horfa á saman í kvöld. Ég sofnaði fljótlega og missti því að þessari ágætu skemmtun en það var svakalega gott að sofa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.