3.3.2010 | 23:19
39!
Þriðjudagurinn 16. febrúar 2010
Í dag er víst dagurinn sem ég varð 39 ára! Samkvæmt fjölskylduhefðinni var ég vakinn eldsnemma í morgun með afmælissöng annara fjölskyldumeðlima. Auðvitað fylgdi söngnum terta með afmæliskertum sem ég þurfti að blása á og nokkrir pakkar. Þetta var mjög skemmtileg stund áður en piltarnir héldu í skólann en við foreldrarnir í vinnuna. Það var nóg af verkefnum í vinnunni í dag og dagurinn leið fljótt þó öðru hvoru væri ég (skemmtilega) minntur á afmælisdaginn. Í hádeginu fékk ég gómsætt saltkjöt í tilefni sprengidags. Um kaffileitið bauð ég svo nokkrum samstarfsaðilum upp á alvöru súkkulaðiköku með þeyttum rjóma sem féll í góðan jarðveg. Ég hef nú ekki verið mikið fyrir að halda upp á afmælið nema þegar stórafmæli eru og í kvöld var enginn undantekning. Inga eldaði samt uppáhaldið - lambahrygg - með brúnuðum kartöflum og tilheyrandi og mamma og pabbi kíktu í mat þar sem við skemmtum okkur vel. Bara alveg hinn fínasti afmælisdagur, en nú er farið að styttast heldur betur í 40 árin
Mynd dagsins er af mér á seinni hluta síðustu aldar, nokkuð áður en ég varð 39 -, svona í tilefni afmælisins!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.