Síðasta þorrablótið þennan Þorra...

Föstudagur 12. febrúar 2010

Í kvöld fórum við fjölskyldan yfir til vinafólks okkar hér í Mosó, þeirra Jóhönnu og Elvars. Síðustu ár höfum við þrjár vinafjölskur haldið saman fjölskylduþorrablót þannig að erfingjarnir fái að kynnast og alast upp við þennan þjóðlega sið. Í kvöld var semsé komið að þessu árlega þorrablóti. Jóhanna og Elvar eiga þrjá stráka en þriðja fjölskyldan eru Pétur og Hanna, vinafólk okkar hér í Mosó en þau eiga líka þrjá stráka þó aðeins tveir þeirra væru með í kvöld. Í boði var auðvitað allt sem hugurinn girnist (þ.e. þegar þorrablót er annars vegar auðvitað Smile), þó mismikið af hverjum rétti eftir líklegum vinsældum. Við leggjum mkila áherslu á að drengirnir smakki á sem flestu, sem þeir gera þó misvel. Aðalmálið er þó að eiga saman góðar og glaðar stundir og á því varð engin undanteking í kvöld. Þetta var í fimmta skipti sem ég snæði þorramat á þessum Þorra þannig að þó maturinn sé ágætur er líka bara ágæt að Góan sé að nálgast!

 

IMG_6972[1]

Mynd dagsins er tekin á fjölskylduþorrablótinu í kvöld hjá vinafólki okkar Jóhönnu og Elvari. Þarna eru Inga og Magnús ásamt Hönnu vinkonu okkar og Guðjóni Inga syni hennar. Þau eru stödd við Þorrahlaðborðið að raða kræsingunum á diskinn. Mjög skemmtilegt kvöld Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband