22.2.2010 | 23:04
Úrið komið úr viðgerð!
Fimmtudagur 11. febrúar 2010.
Um miðjan desember s.l. slitnaði ólin á úrinu mínu. Ég hef verið með úr á vinsti hendinni á hverjum degi í örugglega 15-20 ár. Einhverra hluta vegna ákvað ég þarna í desember að prófa aðeins að vera án úrsins í nokkra daga. Ég hélt að þetta myndi aldrei ganga en langaði samt að prófa þar sem mikið álag var á mér á þessum tíma. Tilgangur var auðvitað að sjá hvort úr-leysi myndi róa mig eitthvað. Og viti menn eftir aðeins nokkra daga var þetta bara farið að venjast og ég steingleymdi að fara með úrið í viðgerð fyrir jólin. Oft var þetta nú bara afslöppuð tilfinnig. Reyndar hef ég einstaka sinnum lent í því að ruglast á tíma eða mæta of seint vegna þessa. Eftir óheppilega uppákomu um daginn smellti ég mér með úrið í viðgerð og í dag var það semsagt klárt. Ansi þægilegt og skynsamlegt að fá það aftur en úr-leysi er líka góð tilfinning þar sem það eru klukkur mjög víða. Þarf að nýta úrleysið betur í fríum... Ég rakst á þessa skemmtilegu klukkumynd á netinu um daginn og hef hana sem mynd dagsins í dag!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.