22.2.2010 | 23:04
Fermingarundirbúningur kominn á fullt!
Þriðjudagur 9. febrúar 2010
Við fjölskyldan höfum í mörg horn að líta þessa dagana. Það sem er nú samt efst á baugi núna er undirbúningur fyrir fermingu Ágústar Loga, eldri sonar okkar. Hann mun fermast í Lágafellskirkju hér í Mosfellsbænum á Pálmasunnudag, 28. mars. Í dag fórum við í heimsókn í Félagsheimilð Hlégarð en þar verður fermingarveislan haldin. Við hittum vertinn þar, hann Vigni og fórum yfir ýmis praktísk mál varðandi veisluna, skoðuðum salinn okkar, ræddum skreytingar og ýmislegt fleira. Það er nú ekki laust við að það sé kominn nokkur fermingarspenningur í okkur foreldrana eftir daginn því nú þarf að fara að ákveða hitt og þetta. En það er mjög skemmtilegt að undirbúa svona fermingarveislu í fjölskyldunni!!
Mynd dagsins sýnir félagsheimilið Hlégarð hér í Mosfellsbæ þar sem Ágúst Logi sonur minn mun halda fermingarveislu sína þann 28. mars n.k. - spennandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.