Blíða í höfuðstað Norðurlands!

Mánudagur 8. febrúar 2010

Í dag brá ég mér í stutta ferð norður til Akureyrar. Þar þurfti ég að sinna erindum tengdum vinnunni. Akureyri skartaði sínu fegursta í dag. Þrátt fyrir nokkurn kulda var glampandi sól og algert logn. Það var nokkuð þétt skipuð dagskrá í ferðinni en þó gafst færi á að fara í stuttan göngutúr og koma við á hinu skemmtilega kaffihúsi Græna hattinum. Þar var troðfullt út úr dyrum en þó pláss fyrir mig og félagana til að sporðrenna ljúffengri og orkumilli tertu (fínt í kuldanum!). Jafnframt gat ég kíkt við á Hárgreiðslustofunni Passion þar sem tveir göngufélagar mínir vinna, þau Gulli og Sigga. Það var gaman að hitta aðeins á þau áður en haldið var aftur til höfuðborgarinnar. Ég var svo kominn heim tímanlega í kvöldmatinn eftir ánægjulegan dag.

 

IMG_6961[1]

Mynd dagsins er tekin á Akureyri í dag í blíðskaparveðrinu sem þar. Myndin sýnir útsýnið yfir miðbæinn, séð af Oddeyrinni. Mjög skemmtilegur dagur á Akureyri í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband