15.2.2010 | 23:04
Fjölskyldufótbolti
Sunnudagur 7. febrúar 2010
Við fjölskyldan tókum það rólega í dag. Í góða veðrinu skelltum við fjölskyldan okkur þó út í fótbolta. Rétt fyrir utan hjá okkur hér í Mosfellsbænum er fínasti fótboltavöllur sem við förum stundum á. Við vorum dágóða stund í æsispennandi fótbolta og tókum nokkra leiki sem var mjög skemmtilegt. Með okkur var Ólafur Snær, vinur Magnúsar Árna. Mynd dagins er tekin á fótboltavellinum í Hrafnshöfðanum í dag. Frá vinstri: Magnús Árni, Ágúst Logi, Inga og Ólafur Snær, vinur Magnúar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.