15.2.2010 | 23:02
Pizzuát á strákakvöldi!
Föstudagur 5. febrúar 2010
Inga var að vinna á kvöldvakt nú í kvöld. Við strákarnir voru því bara flottir á því og pöntuðum okkur pizzu í kvöldmatinn. Fyrir valinu varð að fá sér eldbakaða pizzu frá nýlegum pizzu-stað hér í Mosfellsbænum sem kallast "Eldhúsið". Þar er hægt að fá ljúffengar pizzur sem eru með þunnum botni og eldbakaðar. Við feðgar eru mjög hrifnir af þessum pizzum og þegar pantaðar eru pizzur á hemilið eru þær venjulega úr Eldhúsinu. Við feðgarnir áttum bara fínt strákakvöld; borðuðum pizzur og spiluðum tölvuleiki saman - bara mjög gaman!
Mynd dagins er af pizzubakara Eldhúsins hér í Mosfellsbæ að smella ljúffengri pizzu í ofninn!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.