Jóhannes í fantaformi

Fimmtudagurinn 4. febrúar 2010

Nú í kvöld var ég staddur á Þorrablóti Hrafnistu í Hafnarfirði, eins af vinnustöðum mínum. Þar voru hátt í 200 manns samankomnir til að blóta saman Þorrann. Þar var glatt á hjalla og einn af mínum eftirlætisskemmtikröftum, Jóhannes Kristjánsson eftirherma, var mættur til að skemmta. Hann hefur glímt við heilsubrest í nokkurn tíma og um mitt síðasta ár lagðist hann undir hnífinn í hjartaskipti. Jóhannes er aðeins að laumast til að skemmta "af og til", eins og kappinn orðaði það sjálfur. Það var nú ekki að sjá á frammistöðu Jóhannesar að þar færi nýlega helsjúkur maður. Hann fór á kostum og snaraði fram nokkrum eftirhermum eins og hans er von og vísa, þar af nokkrum nýjum sem ég hef ekki séð áður. Gaman að sjá Jóhannes aftur kominn á kreik!

Jóhannes Kristjánsson

Mynd dagsins er af okkur Jóhannes Kristjánssyni á Þorrablótinu í kvöld þar sem Jóhannes fór á kostum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband