15.2.2010 | 22:59
Alveg ágætiseinkunn!
Miðvikudagur 3. febrúar 2010
Í dag voru foreldraviðtöl í Lágafellsskóla hér í Mosfellsbæ, þar sem synir okkar tveir stunda nám - Magnús Árni í 1. bekk og Ágúst Logi í 8. bekk. Við foreldranir mættum uppábúin að hitta kennarana þeirra. Fyrst Hildi Karen kennarann hans Ágústar og svo Hildi Halldóru sem kennir Magnúsi Árna. Það er mjög fínt fyrir gleymna foreldra á okkar aldri þegar kennararnir heita svona sama nafni. Við foreldranir vorum gríðarstolt eftir viðtölin. Báðir piltarnir eru að spjara sig með prýði í skólanum og standa sig bæði vel félagslega og í náminu. Bæði viðtölin voru frekar stutt þar sem kennararnir höfðu ekki mikið að segja nema bara að þeir vonuðu að piltarnir héldu áfram á sömu braut. Það er varla hægt að hugsa sér betri umsagnir um börnin sín en þetta svo við fórum með piltana og gáfum þeim góð verðlaun fyrir frammistöðuna
Mynd dagsins er að Lágafellsskóla hér í Mosfellsbænum þar sem við Inga vorum á mjög ánægjulegum foreldrafundum í dag! Myndin er fengin að láni af vef Mosfellsbæjar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.