8.2.2010 | 23:14
Pottormar í pottinum!
Sunnudagur 31. janúar 2010
Við vöknuðum kát og hress í blíðskaparveðri í bústað Ástþórs og Sigrúnar í Skorradal. Eftir morgunverð skelltu flestir sér í morgunbað í pottinum. Svo snæddum við ljúffengan hádegisverð og gripum aðeins í spil áður en horft var á handbolta þar sem Ísland tryggði sér bronsverðlaun á Evrópumótinu í handbolta með því að leggja Pólverja að velli. Þetta var alveg frábær helgi í góðra vina hópi
Mynd dagsins er tekin í pottinum við sumarbústað Ástþórs og Sigrúnar í Skorradal. Þarna eru ansi margir pottormar komnir saman og varla hægt að koma fleirum í einu í pottinn!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.