4.2.2010 | 23:51
Inga skiptir um deild
Föstudagur 29. janúar 2010
Í kvöld vorum við Inga í skemmtilegu matarboði. Inga hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Reykjalundi í nokkur ár. Nú um mánaðarmótin er hún að skipta um deild og frá og með fyrsta febrúar ætlar hún að starfa á nýrri deild á Reykjalundi sem verið er að stofna. Deildin er legudeild og kallast Miðgarður. Hjúkrunarfræðingarnir á gömlu deildinni ákváðu að halda matarboð í kveðjuskyni fyrir Ingu og var það haldið heima hjá Rögnu, deildarstjóranum. Við áttum mjög skemmtilegt kvöld. Boðið var upp á þrírétta máltíð og svo spiluðum skemmtilegt spurningaspil saman og fórum í fleiri leiki. Við áttum mjög góða stund fram á nótt.
Mynd dagsins er úr matarboði kvöldsins sem hjúkrúnarfræðingarnir úr samstarfshóp Ingu á Reykjalundi, héldu henni í kveðjuskyni þar sem hún færir sig yfir á nýja deild nú á mánudaginn. Aldeilis frábært kvöld! Á myndinni eru frá vinstri: Kristján, Nína, Einar, Jóhanna, Ragna, Albert, Gústi, Hafdís og Inga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.