Tannlæknirinn tekur tvær tennur!

Fimmtudagur 28. janúar 2010

Í dag fylgdi ég Ágústi Loga syni mínum til tannlæknis. Hann hefur verið hjá sama tannlækni síðan hann var pínulítill en það er hinn mjög svo ágæti Magnús Kristinsson. Í dag var stórt verkefni á dagskrá - fjarlægja þurfti tvær barnatennur. Ástæða þessa inngrips tannlæknisins er víst sú að þessar tvær barnatennur eru ekkert á því að fara að yfirgefa munn piltsins. Það þýðir að fullorðinstennurnar sem eiga vaxa þar í staðinn komast ekki að og eru að byrja vaxa til hliðar - sem er auðvitað ekki gott. Það er ekkert smá flott að fara til tannlæknis í dag. Ágúst valdi sér Simpsons-þátt til að horfa á í sjónvarpsgleraugunum sem hann fær hjá tannlækninum og eru sett á höfuðið meðan á dvölinni stendur. Svo var kappinn deyfður og tennurnar teknar úr fljótt og örugglega. Við Magnús spjölluðum svo mikið á meðan að ég hafði mestar áhyggjur af því að hann myndi gleyma einhverju. Það voru nú óþarfa áhyggjur og Ágúst Logi er tveimur barnatönnum fátækari.

tannlæknir 

Mynd dagins er tekin í tannlæknastólnum í dag. Þarna er Ágúst Logi í tannlæknastólnum og Magnús tannlæknir og aðstoðarkona hann eru að undirbúa verkefni dagsins - að taka tvær barnatennur sem tókst bara vel!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband