7 ára afmælisveisla

Mánudagur 25. janúar 2010

Í dag er Magnús Árni, yngri sonur minn, 7 ára. Samkvæmt fjölskylduhefð var hann vakinn í morgunsárið með logandi afmælisköku, söng og pökkum. Hann var hinn ánægðasti með byrjun afmælisdagins og eftir að í skólann var komið var sunginn fyrir hann afmælissöngurinn. Kl 17 hófst svo afmælisveislan þar sem bekkjarbræður Magnúsar úr skólanum mættu. Þar var mikið fjör; borðaðar pizzur, farið í leiki og playstation og auðvitað borðuð afmæliskaka sem var græn fótboltakaka. Afmælið tókst rosalega vel og var bara nokkuð fjörugt eins og við var að búast. Mestu máli skiptir þó að Magnús sofnaði sæll og glaður eftir skemmtilegan afmælisdag.

 

IMG_3729[1]

Mynd dagsins er tekin í afmælisveislu Magnúsar Árna seinni partinn í dag og eins og sjá má var mikið fjör!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband