Magnað Þorrablót Aftureldingar!

Laugardagur 23. janúar 2010

Í kvöld vorum við Inga aldeilis í góðum félagsskap þar sem við vorum á risa-Þorrablóti Aftureldingar hér í Mosfellsbænum. Risa-þorrablótið var nú haldið í þriðja sinn í núverandi formi en það er haldið til styrktar barna- og unglingastarfi í knattspyrnu- og handknattleiksdeildum Aftureldingar. Auddi og Sveppi voru veislustjórar og hljómsveitin Ingó og verðurguðirnir spiluðu fyrir dans. Yfir 500 manns voru í mat og um 1.000 þátttakendur. Við Inga sátum á borði með Ólínu og Halla, Jóhönnu og Elvar og fleira góðu fólki. Þarna hittum við líka mjög mikið af Mosfellingum sem við þekkjum. Blótið í ár heppnaðist gríðarlega vel og við Inga tjúttuðum til rúmlega þrjú þegar við fórum heim. Þá var húsið ennþá fullt af fólki og hljómsveitin í góðum gír. Gríðarlega skemmtilegt kvöld SmileSmileSmile

þorrablot

Mynd dagsins er tekin á símann minn á Þorrablóti Aftureldingar nú í kvöld (steingleymdi myndavélinni auðvitað). Þarna situm við Inga að snæðingi og myndin nær nú vonandi að skila hinni mögnuðu stemmingu sem ríkti þarna í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband