27.1.2010 | 22:00
Pési grallaraspói og Mangi vinur hans!
Mánudagur 18. janúar 2010
Þessa dagana eru við Magnús Árni að lesa saman söguna "Pési grallaraspói og Mangi vinur hans". Þessi saga er um 40 ára gömul og er eftir danska rithöfundinn Ole Lund Kirkegaard. Ole þessi er líklega þekktastur fyrir söguna um Gúmmí-Tarsan. Höfundurinn samdi nokkrar mjög skemmtilegar sögur fyrir 30-40 árum eins og Fúsi froskagleypir, Hodja og töfrateppið og Ottó nashyrningur. Þegar ég var strákur voru þessar sögur í miklu uppáhaldi hjá mér enda eru allar sögurnar um mikla prakkara sem þora alveg að bjóða hinum fullorðnu birginn sem og ýmsum sem eru ekki góðir. Við Magnús erum búnir að hlægja mikið af sögunni og byrjuðum nú bara á því að hlæja að nafninu. Það er alveg ljóst að við eigum eftir að lesa saman fleiri sögur eftir þennan skemmtilega höfund.
Mynd dagins sýnir Magnús Árna steinsofnaðan með hina stórskemmtilegu bók um Pésa grallaraspóa og Manga vin hans
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.