Mjallhvít og mýrarboltinn!

Sunnudagur 17. janúar 2010

Eftir hádegið í dag brugðum við Magnús Árni okkur í leikhús. Meðan Inga sat heima með Ágústi Loga, sem var að læra undir próf, héldum við Magnús í bæjarleikhúsið hér í Mosfellsbænum. Þar er Leikfélag Mosfellssveitar að sýna barnasýninguna um Mjallhvíti og dvergana sjö. Þetta var hin skemmtilegasta sýning eftir hefðbundnum söguþræði þessa fræga ævintýris. Búið var að semja nokkur lög og texta sem krydduðu sýninguna með fínum hætti. Eftir að komið var heim fórum við feðgar, allir þrír, út á fótboltavöllinn hér fyrir utan ásamt Elísabetu vinkonu Magnúsar. Þar var farið í fótbolta, sem fljótlega fór þó að breytast í mýrarbolta þar sem ferkar heitt var úti og smá væta. Við byrjuðum að renna á hausinn, eitt af öðru með tilheyrandi hlátrasköllum. Að leik loknum komu allir heim skellihlægjandi en blautir og skýtugir eins og vera ber í góðum mýrarbolta. Ótrúlega hressandi samt Smile

mjallhvít

Að lokinni sýningu á Mjallhvíti máttu gestir heilsa upp á ævintýrahetjurar og láta taka af sér myndir. Magnús Árni var alls ekki til í það og vild bara fara beint heim. Það tókst því ekki að mynda hann með ævintýrahetjunum. Mynd dagins er því fengin að láni hjá Leikfélaginu og sýnir Mjallhvíti ásamt ungum aðdáendum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband