26.1.2010 | 23:00
Góðir vinir í heimsókn
Laugardagur 16. janúar 2010
Um miðjan dag í dag komu góðir vinir í heimsókn til okkar í Hrafnshöfðann. Þetta voru þau Guðjón og Gunna vinafólk okkar. Með í för voru afkvæmin þeirra, Einar Gunnar (6 ára) og Ísey Björg (3 ára). Þetta var skemmtilegur dagur sem við áttum saman; krakkarnir léku sér á fullum krafti og við hinir fullorðnu áttu gott spjall enda allt of lang síðan við höfum náð að hittast. Svo snæddum við ljómandi kvöldverð sem Inga galdraði fram og komið var langt fram á kvöld þegar þau fjölskyldan kvöddu okkur. Mjög ánægjulegur dagur
Mynd dagins tekin í heimsókn Guðjóns og Gunnu til okkar í dag (og kvöld). Þarna erum við að gæða okkur á ís og súkkulaðiköku sem er alltaf alveg ljómandi gott!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.