Alltaf gaman að ljúka áfanga sem lengi hefur verið stefnt að!

Föstudagur 15. janúar 2010

Í dag var skemmtilegur dagur í vinnunni. Kl. 10 í morgun var ég viðstaddur þegar Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna (vinnustaðar míns) og Kópavogsbær uundirrituðu rammasamning um starfsemi nýs hjúkrunarheimilis sem verður tekið í notkun við Boðaþing í Kópavogi nú í mars ásamt samtengdri þjónustumiðstöð og íbúðum fyrir aldraða. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Kópavogsbær byggja hjúkrunarheimilið við Boðaþing, en rekstur þess verður á vegum okkar á Hrafnistu og er sannarlega spennandi verkefni. Samhliða byggingu hjúkrunarheimilisins er Kópavogsbær nú að leggja lokahönd á byggingu samtengdrar þjónustumiðstöðar, en þar verða m.a. mötuneyti, félagsstarfi, dagvistun, endurhæfing, sundlaug, starfsmannaaðstaða og fleira. Þetta verkefni er búið að vera mörg ár í undirbúningi og því var mjög góð tilfinning þegar skrifað var undir samkomulagið. Það eru nú samt fjölmörg handtök eftir áður en hægt verður að opna starfsemina en þau verður bara að klára - eitt í einu.

Boðaþing

Mynd dagsins er tekin við Boðaþing fyrr í dag þar sem Sjómannadagsráð og Kópavogsbær undirrituðu samning um þjónustustarfsemi fyrir aldraða við Boðaþing í Kópavogi en þessi starfsemi hefst í mars. Á myndinni eru frá vinstir: Ármann Kr. Ólafsson og Gunnsteinn Sigurðsson frá Kópavogsbæ og Guðmundur Hallvarðsson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, ég og Ásgeir Ingvason forstjóri Sjómannadagsráðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband