Þorrablótið að bresta á!

Miðvikudagur 13. janúar 2010

Nú styttist í  hinn skemmtilega mánuð, Þorra. Það hefur alltaf þótt góður og þjóðlegur siður að blóta Þorra með því að koma saman, snæða kjarngóðan íslenskan mat og eiga góða stund. Síðustu ár höfum við Inga mætt strax á öðrum degi Þorra á Þorrablót Aftureldingar hér í Mosfellsbænum. Þetta er risa-þorrablót sem haldið er í íþróttamiðstöðinni hér í Mosfellsbænum. Um 500-700 manns mæta í matinn og boðið er upp á fyrsta flokks skemmtiatriði. Félagarnir Sveppi og Auddi verða kynnar þetta árið. Á eftir er svo alltaf stórdansleikur, að þessu sinni með Ingó og veðurguðunum og þá bætast nokkur hundruð manns við. Knattspyrnudeild og handknattleiksdeild Aftureldingar halda blótið saman og rennur allur ágóði til uppbyggingar barna- og unglingastarfs í íþróttafélaginu. Við Inga munum mæta til að eiga góða stund með sveitungum okkar og styrkja gott málefni í leiðini.

þorrablot - midar

Mynd dagsins er tekin á bensínstöð N1 hér í Mosfellsbænum nú í kvöld. Þar hófst miðasala á risa-þorrablót Aftureldingar sem haldið verður á öðrum degi Þorra. Ég var mættur tímanlega til að krækja í gott borð fyrir minn hóp. Undirbúningsnefnd þorrablótsins var mætt á svæðið og bauð okkur miðakaupendum upp á nett staup af Brennivíni svona rétt til að kynda upp stemninguna! Á myndinni eru nokkrir af hinni samhentu og öflugu þorrablótsnefnd og í forgrunni er Hanna Sím að skenkja Rúnari forseta þorrablótsnefndarinnar af íslenskum öndvegisdrykk sem örugglega mun verða brúkaður frekar á þorrablótinu. Spennandi þorrablót framundan Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband