21.1.2010 | 22:18
Ættingjar láta gott af sér leiða
Mánudagur 11. janúar 2010
Það var nóg að gera í vinnunni hjá mér í dag og í raun fram á kvöld. Í kvöld var ég gestur á stjórnarfundi Ættingjabandsins en það er ættingja- og vinasamband heimilisfólks á Hrafnistu í Reykjavík, eins af vinnustöðum mínum. Markmiðið er að stuðla að vellíðan heimilisfólksins á sem flestan hátt og geta að allir sem eiga ættingja og eða vini á Hrafnistu eru sjálfkrafa meðlimir sambandsins. Ættingjabandið stendur árlega fyrir ýmsum uppákomum s.s. aðventukvöld og skemmti- og fræðslukvöld fyrir heimilisfólk og gesti. Á sumrin hefur svo Ættingjabandið tekið þátt í skipulagningu og framkvæmd sumarferðar heimilisfólksins á Hrafnistu þannig að þetta er stórmerkur og góður félagsskapur. Í kvöld var semsag fyrsti stjórnarfundur Ættingjabandsins á þessu ári en stjórnin hittist reglulega til þess að skipuleggja og undirbúa þau verkefni sem framundan eru. Það var því gaman að hitta þau nú í kvöld og heyra um það göfuga og skemmtilega starf sem framundan er. Mynd dagsins er fengin að láni af heimasíðu Hrafnistu og sýnir hörkustuð á einni af skemmtunum ættingjabandsins fyrir heimilisfólkið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.