12.1.2010 | 22:46
Kósý laugardagur
Laugardagur 9. janúar 2010
Í dag var ákveðið að hafa bara rólegheit á dagskrá fjölskyldunnar en það er nú stundum alveg dásamlegt að hafa ekkert sérstakt á dagskránni. Seinni partinn, þegar drengirnir voru komnir heim eftir að hafa leikið með vinum, drógum við fjölskyldan fram spil og spiluðum spilið "Sequence" sem er ágætlega skemmtilegt fjölskylduspil. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Magnús Árni (6 ára), gaf okkur hinum eldri ekkert eftir við spilamennskuna en spilið reynir nokkuð á útsjónarsemi. Held ég reyni ekkert að að útskýra spilareglurnar hér. Inga tók sig svo til og eldaði alveg ljómandi ljúffengan kjúklingarétt í kvöldmatinn. Mamma og pabbi kíktu við en þau voru að koma af Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar og snæddu með okkur kvöldmatinn. Bara ljúfur og rólegur dagur þar sem hægt var að hafa það svolítið kósý.
Mynd dagins er tekin við kvöldmatarborðið í kvöld þar sem snæddur var kjúklingaréttur að hætti Ingu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.