12.1.2010 | 22:46
Föstudagskvöld í tölvulandi
Föstudagur 8. janúar 2010
Í kvöld var aldrei þessu vant ekkert sérstakt á dagskránni. Við fjölskyldan vorum því bara heima í rólegheitum í kvöld. Fljótlega beindist þó athygli mín af playstation-tölvu sonanna. Þar var eldri pilturinn að spila ægilegan tölvuleik sem heitir Call of Duty 4. Þetta er svona "1. persónu" byssuleikur og bannaður börnum. Einhvers konar "bófaleikur" eins og maður lék í gamla daga nema nú í tölvunni. Einhverra hluta vegna drógst ég inn í þessa veröld þar sem breskir og bandarískir sérsveitarmenn þurfa að brjóast framhjá ýmsum þrjótum sem ógna heiminum víðvegar um lönd - á sjó, inn í borgum og úti í sveit. Leikinn er hægt að spila á netinu, bæði í liði með og gegn öðrum spilurum víðsvegar um heiminn. Það fór nú svo að kvöldið fór meira og minna í spila þennan leik og heyra útskýringar sonarins hvernig hitt og þetta gengur fyrir sig i þessum heimi. Miðað við árangurinn minn í leiknum er ljóst að mér er ætlað annað hlutverk í lífinu en að vera sérsveitarmaður. Maður skemmti nú bara konunglega í þessu og adrenalínið flæddi, þó tilgangur leiksins sé ekki mjög fallegur, og svo fór að komið var fram yfir miðnættið þegar leik var hætt - þá hæst hann stendur.
Mynd dagins er af tölvuleiknum Call of Duty 4 sem við feðgar vorum að spila saman í "Playstation" í kvöld. Alveg ótrúlega magnað fyrirbæri að spila þennan leik þó hann hafi ekki beint fallegt uppeldislegt gildi og ég hafi ekki náð sérstaklega góðum árangri sem sérsveitarmaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.