Jólin tekin niður

Fimmtudagur 7. janúar 2010

Í kvöld byrjuðum við fjölskyldan að taka niður jólin. Þetta er ansi vænn skammtur af jólaskrauti sem heimilið okkar hefur innihaldið yfir hátíðarnar en það er jú mikilvægur hluti af því að gera jólin hátíðleg og skemmtileg. Það skal alveg viðurkennast að húsfreyjan, Inga, á eiginlega allan heiður af því að velja skrautið, koma því upp og taka niður - ég er bara sérlegur aðstoðarmaður í ferlinuSmile Alls eru 10-12 pappakassar í stærri kantinum sem er notaðir undir skrautið en þeir búa jafnan á háaloftinu hjá okkur. Þá eru ótaldið ýmsar öskjur og dósir undir smákökur og fleira sem ekki er sett í pappakassana. Ekki má heldur gleyma útijólaseríunum sem eru glærar en við ætlum að leyfa þeim að loga út janúar að minnsta kosti. Jólatréð okkar var ansi tómlegt þegar búið var að taka af því allt skrautið en þessi mynd af jólatrénu okkar, alveg "allsberu", hef ég valið sem mynd dagins í dag til heiðurs þess að við vorum að taka niður jólin.

IMG_6801

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband