Þrettándagleði í Mosfellsbænum

Miðvikudagur 6. janúar 2010

Í dag er síðasti dagur jóla og jólin verður að kveðja með stæl. Síðan við fjölskyldan fluttum í Mosfellsbæ árið 1999 höfum við haft þann sið að fara hér á þrettándabrennu enda er hún jafnan ein sú glæsilegasta á landinu. Í för með okkur Ingu í kvöld voru synirnir, Ágúst Logi og Magnús Árni, ásamt mömmu og pabba og Guðrúnu mágkonu. Venju samkvæmt lögðum við upp frá Bryndísi frænku sem býr í Arnartanganum eða bara rétt við brennuna. Veður fyrir Þrettándabrennur var með allra besta móti. Fallegur jólasnjór yfir öllu, ekkert mjög kalt en algert logn. Gott veður hefur greinilega sitt að segja því um 5.000 manns mættu á brennuna þar sem var sungið og spjallað áður en Björgunarsveitin Kyndill hér í Mosó bauð upp á mjög glæsilega flugeldasýningu - þar var nú engin "kreppusýning" á ferðinni heldur þvert á móti - alveg ótrúlega flott flugeldasýning! Að lokinni brennu og flugeldasýningu fórum við fjölskyldan í árlegt Þrettándaboð Bryndísar frænku þar sem maður hitti fullt af skemmilegu fólki og gat gætt sér á heitu súkkulaði, ís, kökum og fleira gúmmolaði.  Upp úr kl. 11 þorðum við nú ekki öðru en að fara heim þar sem Magnús Árni (6 ára) var orðinn nokkuð þreyttur og allir þurftu að vakna snemma daginn eftir. Þetta var sannarlega glæsilegur endir á frábærum jólum!!!

IMG_6795[1]

Mynd dagins er tekin á glæsilegri Þrettándabrennunni í Mosfellsbænum nú í kvöld. Á myndinni eru frá vinstri: Ágúst Logi, mamma, pabbi, Bryndís frænka og Guðrún mágkona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband