Forsetinn Vigdís

Mánudagur 4. janúar 2010

Nú í kvöld lauk ég við að lesa nýju bókina um Vigdísi sem kom út fyrir jólin: Vigdís - kona verður forseti. Bókin er eftir Pál Valsson og lýsir lífshlaupi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta. Lífshlaup Vigdísar er auðvitað mjög áhugavert og fróðlegt að lesa ýmislegt um þessa merku konu. Sérstaklega finnst mér nú mjög skemmtilegur en rosalega "íslenskur" aðdragandinn að ákvörðuninni um að fara í framboð. Þó bókin sé heldur löng fyrir minn smekk hafði ég nú bara mjög gaman af henni. Við lesturinn rifjaðist upp fyrir mér að ég hitti Vigdísi í aðdraganda forsetakostninganna 1980 en þá var ég 9 ára gamall. Ég man vel eftir þegar ég hitti hana en hún var á sólríkum degi í kosningaferðalagi um Akranes. Mamma tók að sér að keyra hana hluta dagsins og ég fékk að sitja í bílnum milli tveggja eða þriggja staða. Ég man að ég var alveg sannfærður um að þessi kona yrði forseti þó hún hafi nú ekki verið neitt sérlega forsetaleg - heldur bara meira venjuleg kona í venjulegum fötum Smile

Vigdis-175x249
 

Mynd dagsins er fengin af láni af vefsíðu Forlagsins og sýnir bókarkápu Vigdísar-bókarinnar sem ég lauk við að lesa nú í kvöld! Merkileg bók um lífshlaup Vigdísar forseta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband