30.9.2014 | 21:28
Dagbókin í frí!!
Þá er nokkuð liðið inn í september og hér með fer ljósmyndadagbókin aftur í frí.
Þessi lota hófst þann 31. maí s.l. og markmiðið var að ná allt að 4 mánuðum í þetta skiptið. Ég er bara mjög ánægður með afraksturinn en tilgangurinn er eins og kemur annars staðar fram á síðunni að birta á degi hverjum eina mynd af einhverju jákvæðu sem gerðist þann daginn. Þegar maður leitar að slíku er alltaf að nógu að taka.
Þetta er hins vegar orðið ágætt í bili en ómögulegt er að segja hvenær dagbókin fer í gang aftur.
Njótið lífsins og munið að það er alltaf fullt af jákvæðum og skemmtilegum hlutum í kringum okkur - við þurfum bara að vilja sjá þá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)