Stormurinn stutti

Fimmtudagurinn 14. ágúst 2014

Nýlega áskotnaðist okkur í fjölskyldunni nýtt fjölskylduspil. Við erum töluvert mikið fyrir að spila og því var gaman að fá nýtt spil, sérstaklega þar sem það gengur alveg fyrir þriggja ára og eldri.

Spilið heitir Litle Storm (veit ekki íslenskt nafn) sem kalla mætti Stormurinn stutti. Þetta er einfalt og skemmtilegt spil sem öll fjölskyldan getur spilað.

DSC01518 

Mynd dagsins er af okkur Svandísi Erlu og Magnús Árna að spila nýja spil fjölskyldunnar um Storminn stutta (Litle Storm) sem er bara hin ágætasta skemmtun Smile


Svandís fer í Krikaskóla!

Miðvikudagurinn 13. ágúst 2014

Í dag var stór dagur hjá Svandísi Erlu því í dag byrjaði hún í nýjum skóla, Krikaskóla. Þó hún sé alveg yndisleg má ekki skilja þetta þannig að hún sé þvílíkt ofurbarn að hún sé að byrja í 1. bekk rétt rúmlega þriggja ára, heldur er svo í pottinn búið að Krikaskóli, hér í Mosfellbænum, er hugsaður sem samfelldur skóli fyrir börn frá tveggja ára og upp í 4. bekk grunnskóla.

Þar sem við fluttum í vetur hér milli í hverfa í Mosfellbænum og nýja heimilið okkar er staðsett bara alveg við Krikaskóla, lá beinast við að Svandís Erla mynd fara í þennan nýlega og flotta skóla. Það er mjög þægilegt fyrir okkur þar sem hún þarf ekki einu sinni að fara yfir götu til að komast í skólann.

Stóri dagurinn var semsagt í dag og þar sem Inga var óvenju upptekin í vinnunni í dag fékk ég að fylgja Svandísi Erlu fyrsta daginn. Okkur leist mjög vel á nýja skóla og krakkana þannig að eftir rúman klukkutími samþykkti Svandís alveg að ég færi aðeins í burtu og myndi sækja hana í hádeginu. Þá var hún hin ánægðasta og fékk að vera lengur þangaði til Magnús bróðir og Svandís amma komu og sóttu hana.

DSC01526 

Mynd dagsins er af Svandís Erlu fyrir utan Krikaskóla í morgun en í þennan skóla mun Svandís ganga næstu sjö árin. Fyrsti dagurinn í nýja skólanum gekk rosalega vel hjá Svandísi Erlu en hún var sofnuð rétt fyrir kl 8 í kvöld, dauðþreytt eftir skemmtilegan dag Smile


Bloggfærslur 14. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband