Út að borða!

Mánudagurinn 11. ágúst 2014
 
Dagurinn í dag er líklega besti dagur sumarins hingað til, amk hér í Mosfellsbænum. Það átti því vel við að þetta væri fyrsti vinnudagurinn minn eftir gott sumarfrí. Veðrið var þó ennþá brakandi gott þegar ég kom heim þannig að það var ýmislegt hægt að gera til að njóta veðurblíðunnar þó ég hafi verið meira og minna innilokaður allan daginn.
 
 
DSC01483 
 
Mynd dagsins er tekin í sólinni í kvöld þar sem við fjölskyldan erum úti að borða kvöldmatinn í orðsins fyllstu merkingu. Því miður hefur sumarið verið þannig að það hafa ekki gefist mörg tækifæri til að borða úti í sumar, en við nýttum tækifærið sannarlega í kvöld.


Litla Humar-hátíðin!

Sunnudagurinn 10. ágúst 2014

Seinni partinn í dag fengum við góða gesti í heimsókn en það voru Sigga móðursystir mín og Steen maðurinn hennar ásamt foreldrum mínum. Sigga og Steen búa í Danmörku en eru alltaf dugleg að koma til Íslands og gera það amk 2-3svar á ári. Þau eru alltaf dugleg að heimsækja okkur þegar þau koma og við áttum öll skemmtilegan dag saman þar sem karlkynið spilaði meðal annars borðtennis í drjúga stund. Kannski þurfti nú ekki mikið til að fá Siggu og Steen í heimsókn í þetta skiptið þar sem við vorum búin að lofa þeim lítilli Humarhátíð, þar sem við skelltum góðum hrúgum af humri á grillið með miklum sósum og kryddlegi sem Inga hafði útbúið.

DSC01465

Mynd dagsins er tekin í stofunni heima nú í kvöldmatnum þar sem við fengum góða gesti í heimsókn til að borða með okkur humar; þau Siggu móðursystur mín og Steen sem búa í Danmörku. Mjög skemmtilegur dagur þar sem við meðal annars gæddum okkur á grilluðum humri Smile


Sól, sól, skín á mig!

Laugardagurinn 9. ágúst 2014

Loksins er góða veðrið komið, enda kannski ekki seinna vænna þar sem nokkuð er liðið á ágúst mánuð. Það var meðvituð ákvörðun fjölskyldunnar að vera bara heima í rólegheitum þessa helgina eftir töluvert mikil ferðalög síðustu daga.

Það var því kærkomið að láta sólina skína á sig í dag og njóta veðurblíðunnar. Mynd dagsins er af okkur Svandísi Erlu í heita pottinum þar sem við drukkum í okkur sólina og D-vítamín í fínni stemningu í dag Cool

DSC01459 


Bloggfærslur 11. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband