11.8.2014 | 23:29
Út að borða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2014 | 23:20
Litla Humar-hátíðin!
Sunnudagurinn 10. ágúst 2014
Seinni partinn í dag fengum við góða gesti í heimsókn en það voru Sigga móðursystir mín og Steen maðurinn hennar ásamt foreldrum mínum. Sigga og Steen búa í Danmörku en eru alltaf dugleg að koma til Íslands og gera það amk 2-3svar á ári. Þau eru alltaf dugleg að heimsækja okkur þegar þau koma og við áttum öll skemmtilegan dag saman þar sem karlkynið spilaði meðal annars borðtennis í drjúga stund. Kannski þurfti nú ekki mikið til að fá Siggu og Steen í heimsókn í þetta skiptið þar sem við vorum búin að lofa þeim lítilli Humarhátíð, þar sem við skelltum góðum hrúgum af humri á grillið með miklum sósum og kryddlegi sem Inga hafði útbúið.
Mynd dagsins er tekin í stofunni heima nú í kvöldmatnum þar sem við fengum góða gesti í heimsókn til að borða með okkur humar; þau Siggu móðursystur mín og Steen sem búa í Danmörku. Mjög skemmtilegur dagur þar sem við meðal annars gæddum okkur á grilluðum humri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2014 | 23:11
Sól, sól, skín á mig!
Laugardagurinn 9. ágúst 2014
Loksins er góða veðrið komið, enda kannski ekki seinna vænna þar sem nokkuð er liðið á ágúst mánuð. Það var meðvituð ákvörðun fjölskyldunnar að vera bara heima í rólegheitum þessa helgina eftir töluvert mikil ferðalög síðustu daga.
Það var því kærkomið að láta sólina skína á sig í dag og njóta veðurblíðunnar. Mynd dagsins er af okkur Svandísi Erlu í heita pottinum þar sem við drukkum í okkur sólina og D-vítamín í fínni stemningu í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)