Brekkusöngur Írskra daga!

Laugardagurinn 5. júlí 2014

Þessa helgina eru við á Akranesi, uppeldisbæ mínum, en þar fer fram bæjarhátíðin Írskir dagar í 15 sinn. Síðustu ár höfum við alltaf reynt að kíkja eitthvað á hátíðina enda mjög gaman að koma á Skagann og hitta gamla vini og kunningja.

Vinahópur minn stendur svo fyrir einum fjölmennasta viðburði hátíðarinnar, Brekkusöng, sem fram fór í kvöld. Þetta var í sjötta skiptið sem Brekkusöngurinn  og venjulega mæta kringum 2.000 manns til að syngja saman. Þrátt fyrir kalsaveður og vítaspyrnukeppni í leik Hollands og Kosta ríka á HM, var ljómandi fín mæting í Brekkusöng kvöldsins. Tæplega 2.000 manns mættu og tóku hressilega undir með veðurguðinum Ingó, Ingólfi Þórarinssyni, sem stýrði söngnum þetta árið. Ingó tók hvern stórslagarann á fætur og endaði á að taka "Ég er kominn heim" og "Kátir voru karlar". Eftir sönginn var svo fjöllmennt á eitt stærsta ball landsins, Lopapeysuna, þar sem dansinn dunaði fram á nótt á tveimur sviðum.

árgangur71 

Mynd dagsins er tekin eftir Brekkusöng Írskra daga í kvöld. Þarna eru nokkrar af helstu sprautunum  í Árgangi71 (Club71) samankomnir ásamt Ingó Veðurguð, til að fagna eftir velheppnaðan Brekkusöng (það vantar samt nokkra). Þessi hópur stendur fyrir Brekkusöngnum ár hvert í samvinnu við Lopapeysuna og þetta verður bara skemmtilegra með hverju árinu Smile 

Til gamans kemur hér aukamynd frá brekkusöngnum í kvöld til að veita innsýn í kvöldið. Hér sjáum við söngstjórann Ingó í forgrunni og gott sýnishorn af sönguelskum Skagamönnum í brekkunni.

Brekkusöngur 


Dr. Jójó og co.

Föstudagurinn 4. júlí 2014

Í hádeginu í dag lögðum við Inga leið okkar í Bæjarleikhúsið hér í Mosfellbænum. Þar vorum við að fara á spennandi leiksýningu þar sem Magnús Árni kom heldur betur við sögu.

Magnús Árni hefur undanfarnar tvær vikur verið á leiklistarnámskeiði í Bæjarleikhúsinu sem ber nafnið Leikgleði. Eins og nafnið gefur til kynna er búin að vera mikið fjör og mikil gleði. Í lok námskeiðisins settu krakkarnir upp stutt, frumsamin leikrit. Leikritið sem Magnús Árni tók þátt í bar nafnið Dr. Jójó og co. Magnús lék þar brjálað vísindamann (Dr. Jójó) sem hafði illar fyrirætlanir en eins og í flestum góðum ævintýrum náðist að stöðva hann á síðstu stundu og allt fór vel.

 IMG_1015

Mynd dagsins er tekin á leiksýningu krakkanna á "leikgleði" námskeiðinu í dag sem fram fór í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Þarna er Magnús í hlutverki hins brjálaða Dr. Jójó í atriði með Elísabetu vinkonu sinni. Gleði og gaman í bæjarleikhúsinu í dag Smile


Bloggfærslur 6. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband