30.7.2014 | 13:31
Ísinn á Erpsstöðum!
Þriðjudagur 29. júlí 2014
Í dag erum við fjölskyldan á heimleið eftir að hafa verið síðustu daga í heimsókn í Dölunum, í góðu yfirlæti. Við skoðuðum ýmislegt á leiðinni og meðal annars var stoppað á búinu Erpsstöðum í Dölum. Erpstaðir, hafa á síðustu árum getið sér gott orð fyrir ísgerð.
Það var því ekki annað hægt en að koma við og fá aðeins að smakka. Svandís Erla fékk sér vaniluís en Magnús Árni með piparmyntu meðan við foreldranir nörtuðum í osta. Gaman að koma þarna.
Mynd dagins er tekin á býlinu Erpsstöðum í Dalasýslu. Þarna er mikil ísgerð og hægt að stoppa til að smakka á framleiðslunni, skoða dýrin og ýmsilegt fleira.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2014 | 13:26
Sjósund í kvöldsólinni!
Mánudagurinn 28. júlí 2014
Rétt eins og í gær, erum við fjölskyldan stödd við Hvammsfjörð í Dalasýslu, þar sem við erum í heimsókn hjá Jóhönnu og Elvari, vinafólki okkar.
Dagurinn í dag var alveg frábær og ýmislegt brallað. Eftir góðan bíltúr og flotta gönguferð um svæðið, var undir kvöld heilum hellingi af kjöti skellt á grillið. Svo var smávægileg brenna sett í gang. Þar sem kvöldsólin var falleg og landið skartaði sínu fegursta, var ákveðið að krakkarnir fengju að sigla aðeins og busla í sjónum. Sjórinn var alveg merkilega heitur (eða öllu heldur lítið kaldur) svo þetta var bara gaman. Nokkuð er af sel á svæðinu og einn þeirra hafði sérstakan áhuga á tilþrifum okkar mannanna. Eftir að ég hafði tekið nokkur sundtök var haft á orði að hægt væri að sjá bæði hval og sel á sama tíma, hvað sem það á nú að þýða
Mynd dagsins er tekin nú í kvöldsólinni þar sem horft er yfir Hvammsfjörð og Breiðafjörð. Sumir stóðust ekki mátið og skelltu sér í siglingu á gúmíbátum en aðrir syntu í Hvammsfirðinum. Magnús Árni, Ástmar og Heiðmar voru einstaklega duglegir við sundið en á myndinni sjáumst við Magnús Árni ásamt Heiðmari sem er á sundi í björgunarvestinu fremst á myndinni. Eins og geta má, að var mjög gaman í kvöld og til gamans kemur ein aukamynd af strákunum að leika sér við varðeld kvöldsins enda kvöldið rosalega fallegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2014 | 13:13
Krækiberin komin!
Sunnudagurinn 27. júlí 2014
Í dag er við fjölskyldan komin í Dalasýsluna. Þar erum við, nánar frá sagt, stödd á Harastöðum við Hvammsfjörð þar sem við erum að heimsækja Elvar og Jóhönnu vinafólk okkar.
Harastaðir, er staðsettir á Fellströnd með glæsilegt útsýni yfir Breiðafjörðinn. Tíðin hefur verið mjög góð og veðrið fínt í sumar. Þarna er nú allt krökkt af krækiberjum og því var vel við hæfi að farið væri í smá berjamó.
Mynd dagins er tekin eftir berjaferð dagsins við Hvammsfjörð í Dölum, þar sem við erum í heimsókn hjá Jóhönnu og Elvari vinafólki okkar. Þarna eru Magnús Árni og Svandís Erla, ásamt bræðrunum Ástmari og Heiðmari, öll heldur betur kampakát með afrakstur af krækiberjatýnslu dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)