17.7.2014 | 20:18
Snjókoma í júlí!
Miðvikudagurinn 16. júlí 2014
Í kvöld átti ég leið á íþróttasvæðið hér á Varmá í Mosfellsbænum. Það væri svo sem ekki frásögur færandi nema að á tímabili vissi ég ekki hvort ég væri staddur í snjókomu um hávetur eða inn í bílaþvottastöð.
Ástæðan er að verða klassísk á þessum árstíma - á svæðum þar sem mikið er af öspum getur allt hreinlega orðið hvítt en öspin notar hálfgerða bómull til að dreifa fræum sínum. Þetta er akkúrart að gerast þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu eins og fjölmiðlar hafa verið duglegir að sýna með flottum myndum síðust daga. Mosó verður því líka að eiga sínar myndir af þessum skemmtilegu náttúruverkum.
Mynd dagsins er tekin á íþróttasvæðinu við Varmá í kvöld. Þar var allt orðið hvítt eins og snjókoma hefði gengið yfir en eins og flestir eru farnir að þekkja eru það aspirnar sem dreifa fræjum sínum með þessum hætti sem vissulega setur skemmtilegan svip á umhverfið í nokkra daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2014 | 20:08
Maturinn hennar mömmu!
Þriðjudagur 15. júlí 2014
Í kvöld kíktum við Magnús Árni í heimsókn til foreldra minna á Skagann. Þetta er nú bara 25 min keyrsla úr Mosfellsbænum þannig að við kíkjum stundum til þeirra í stuttar heimsóknir.
Í kvöld var stórleikur á Skaganum þegar heimamenn fengu KA í heimsókn í 1. deild karla í fótbolta. Það var því mjög fín blanda að kíkja á mat til mömmu og fara svo með pabba á leikinn, sem við og gerðum. Á vellinum hittum við margar gamlar knattspyrnukempur úr sögu Akranes og auðvitað ýmsa aðra. Úrslitin voru hins vegar ekkert til að tala ferkar um en að öðru leiti vorum við feðgar ánægðir með ferðina á völlinn. Þegar heim var komið var mamma svo búin að föndra fram ljúffenga eplaköku þannig að smá kuldi af vellinum og einhver smá vonbrigði með úrslitin gleymdust fljótt.
Mynd dagsins er tekin á heimili foreldra minna, á Bjarkargrundinni á Akranesi. Þarna eru pabbi og Magnús Árni kominir inn eftir að hafa verið að horfa á leika á knattspyrnuvellinum. Fyrir ferðina á völlinn fengum við æðislegan fiskrétt að hætti mömmu og þegar til baka kom, beið okkar glæsilegur eftirréttur. Það er alltaf eitthvað ljómandi ljúffengt við að koma í matinn hennar mömmu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)