Útskrift úr 5. bekk

Miðvikudagurinn 4. júní 2014

 

Í morgun vorum við Inga viðstödd skólaslit 5. bekkjar í Lágafellsskóla hér í Mosó. Þar var yngri sonurinn (Magnús Árni) að útskriftast út í sumarið úr 5. bekk. Þetta var stut en falleg athöfn. Eftir ræðu skólastjórans og deildarstjóra miðstigs á sal, fóru allir bekkirnir í sínar stofur þar sem umsjónarkennarar afhentu vitnisburði vetrarins og föðmuðu krakkanna í þakklætisskyni fyrir veturinn. Magnús hefur verið hjá mjög fínum kennara í vetur, henni Maríu Leu, sem hefur staðið sig með mikill prýði í alla staði. Skólastlit eru alltaf skemmtileg og mikil eftirvænting fyrir sumrinu var greinilega í hópnum.

 skólaslit 

Mynd dagsins er af Magnúsi Árna sem fagnar hér vel að vera útskrifaður út í sumarið úr 5. bekk Lágafellsskóla.


Jómfrúarsláttur

Þriðjudagur 3. júní 2014

 

Í blíðviðrinu í dag fór fram söguleg stund þegar nýja sláttuvél fjölskyldunnar fór sína fyrstu ferð um tún heimilisins. Því miður fór það svo að gamla rafmagnssláttuvél fjöldskyldunnar sem þjónað hefur okkur vel frá árinu 2005 gaf upp öndina á dögunum (með svörtum reyk segir húsfreyjan). Það var því ákvðið að fjárfesta í nýrri bensínsláttuvél og í kvöld fór hún sína jómfrúarferð um iða grænar grundir.

sláttuvél 

Mynd dagsins er því að nýju sláttuvélinni sem er þarna örlítið sveitt og þreytt eftir jómfrúarferð sína um grasbala heimilisins Cool


Af hetjum Game of Thrones

Mánudagur 2. júní 2014

 

Þó ég horfi ekki mikið á sjónvarp gerist það einstaka sinnum. Einn af mínum uppáhaldsþáttum þessi misserin er Game of Thrones. Nú er í gangi fjórða serían af þessum vinsæla myndaflokki víða um heim. Þættirnir hafa að hluta til verið teknir upp hér á landi síðustu ár - t.d. á Þingvöllum og í Dimmuborgum.

Fyrir þá sem ekki til þekkja, þá fjalla þessir þættir, í stuttu máli, um mannlegt eðli í óskilgreindum heimi miðalda þar sem ættir og bandalög berjast um landsvæði, peninga og völd. Litríkar persónur eru auðvitað mikilvægar, ástir og svik - og atburðarrásin bara oftast spennandi þó þættirnir þyki nú frekar "brútal".

Það er alltaf gaman þegar Ísland kemur við sögu í erlendum stórmyndum og sjónvarpsþáttum og ákveðið hámark í því sambandi var einmitt í þætti kvöldsins, þegar "íslenska hetja" þáttanna - persónan "the Mountain" - sem leikinn er af kraftajötninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni sem er rúmir tveir metrar á hæð, þarf að heygja eitt magnaðast einvígi þáttaraðarinnar. 

The-Mountain-That-Pies 

Mynd dagsins er fengin að láni úr netheimum og er af kraftajötninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni í einu af atriðum hans í Game of Thrones. 


Bloggfærslur 4. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband