27.6.2014 | 23:45
Útsala!
Fimmtudagurinn 26. júní 2014
Ég er nú ekki mjög hrifinn af því að fara í verslunarleiðangra og reyni að forðast það eins og ég get. En auðvitað verður maður stundum að láta sig hafa það og velja á sig föt og annað sem maður þarfnast. Þetta geri ég yfirleitt ekki mikið oftar en tvisvar á ári og fer þá yfirleitt á stúfana þegar útsölur eru í gangi enda oft hægt að gera mjög góð kaup.
Í dag voru að hefjast bæði útsölur í Smáralind og Kringlunnni og því fórum við Inga með Svandísi litlu í verslunarleiðangur nú seinni partinn þar sem síðarnefnda verslunarmiðstöðin varð fyrir valinu. Þetta er nú svo sem allt í lagi í nokkurn tíma en svo brestur mig þolinmæði. Náði þó að versla einhverjar flíkur á mig. Mestur tíminn fór þó að leika við Svandísi víðsvegar um Kringluna meðan Inga fór íbúðir og mátaði (og verslaði) og þannig áttum við feðgini saman hina bestu stund.
Mynd dagsins er af Svandís Erlu í verslunarferð fjölskyldunnar í Kringlunni, seinni partinn í dag. Við náðum að gera fín kaup og auk þess áttum við Svandís hinar fínustu stundir í Kringlunni að prófa ýmis leiktæki sem þar er að finna og máta hina mislitu sófa sem þar eru í boði fyrir þreytta gesti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)