Frumburðurinn fulltíða!

Þriðjudagurinn 24. júní 2014

Í dag á frumburðurinn á heimilinu, Ágúst Logi, 18 ára afmæli.

Sjálfsagt eins og flestum foreldrum finnst manni ótrúlegt að hann sé orðinn þetta gamall en tíminn líður greinilega hratt. Mér finnst ekkert mjög langt síðan hann fæddist og ég man það vel. Þennan dag (1996) var ég að vinna sem lyfjafræðinemi í Mosfellsapóteki, sem þá var til. Rétt fyrir lokun kom hringing frá Ingu sem þá var stödd á sjúkrahúsinu á Akranesi. Hún hafði skroppið í heimsókn til foreldra sinna á Hvanneyri og fór að skyndilega að fá verki. Mamma hennar brunaði með hana út á Akranes þar sem hún var kyrrsett. Ég tók auðvitað Hvalfjörðinn nokkuð snögglega (göngin ekki komin þarna) og náði að vera mættur í tæka tíð fyrir fæðinguna sem gekk vel og unginn var kominn í heiminn um korter fyrir níu um kvöldið. Ágúst Logi kom í heiminn tveimur vikum fyrir tímann og átti í raun bara að fæðast í rólegheitum á Landspítalanum. Á þessum tíma var ekki aðstaða fyrir feður að gista á spítalanum þannig að ég fór bara heim aftur um nóttina - man að ég kom við einhvers staðar og keypti mér pizzu sem ég borðaði upp til agna þarna um nóttina þegar heim var komið enda ekki látið neitt ofan í mig síðan í hádeginu.

Inga og Ágúst dvöldust svo á Akranesi í nokkra daga og komu heim á laugardegi - rétt þeim sama og forsetakosningar stóðu yfir á og Ólafur Ragnar var kjörinn í fyrsta skipti.

ágúst 18 ára 

Mynd dagins er af fjölskyldunni samankominni á 18 ára afmælisdegi frumburðarins, Ágústar Loga. Í tilefni dagsins var drengum boðið út að borða. Nú duga ekki lengur einhverjir hamborgarastaðir heldur valdi hann að fara á alvöru steikhús sem var látið eftir honum. Afmælisdrengurinn lét sig ekki muna um að sporðrenna 400 gr steik, kartöflum, meðlæti og ýmsu öðru. Gaman að fagna þessum afmælisdegi saman Smile


Nammibindindi - í tvo mánuði!

Mánudagur 23. júní 2014.

Í dag er nokkuð sögulegur dagur því að ég hef öðru hverju allan daginn verið að dæla í mig nammi. Ástæðan er sú að ég ætla nú að fara í tveggja mánaða sælgætisbindindi eða til 23. ágúst.

Þeir sem þekkja mig vel hafa ábyggilega mjög litla trú á að þetta takist þar sem ég hef örugglega lagt mikið að mörkum við að draga upp meðalneyslu landsmanna á sælgæti. Í þessu fellst að ég ætla ekki að drekka gos eða borða sælgæti (snakk innifalið) á bindindistímanum. Þetta mun gilda fram að Reykjavíkurmaraþoni (23. águst) þar sem ég ætla reyna komast hálft-maraþon og þarf ég aðeins að létta mig fyrir það svo mér gangi nú örugglega vel.

nammibann

Mynd dagsins er auðvtiað af gómsætri sælgætishillu en í dag borðaði ég síðasta nammið (vonandi) í tvo mánuði eða til 23. ágúst, þar sem ég ætla að vera í nammibindindi þetta tímabil. Púff - gangi mér vel Grin 


Bloggfærslur 24. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband