14.6.2014 | 12:46
Litli listamaðurinn...
Föstudagurinn 13. júní 2014
Undanfarnar vikur hefur Svandís Erla verið að afhjúpa listamannshæfileika sína með fjölda teikninga. Þetta er auðvitað bara frábært þó einn sé stór ljóður á. Hann er sá að listaverkin eru ekki alveg á réttum stað. Ef hún finnur penna eða blýant er hún mjög snögg að byrja teikna og er þá óspör á að nota hvíta veggi hér innanhúss. Hún hefur náð að teikna ansi víða á veggina og þrátt fyrir alvarlegar ábendingar af hálfu foreldranna virðist þessu lítið vera að linna.
Það verður að segja að það er heilmikið mál að ná þessu af veggjunum svo vel sé (öðru vísi en að mála upp á nýtt) en húsfreyjan er nú komin upp á lag með að gera það með þolanlegum hætti. Auðvitað er mikilvægast að passa vel alla penna þessa dagana.
Mynd dagsins er að litla listamanninum Svandísi Erlu sem er dugleg að gera listaverk - en á óheppilega staði. Hér er hún við listaverk dagsins en var (kannski því miður) stöðvuð áður en hún komst lengra með verkið að þessu sinni. Prakkarasvipurinn leynir sé ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)