Komdu út að leika!

Sunnudagur 28. febrúar 2010

Loksins er kominn snjór hér sunnan heiða. Þetta er alveg frábært. Þar sem við fjölskyldan voru frekar upptekin í gær var ákveðið fara út í snjóinn að leika í dag. Ágúst Logi þurfti reyndar að vera inni vegna hálskirtlatökunnar (sjá færslu fimmtudagsins) en Magnús Árni fékk þá að njóta sín til fulls úti í snjónum með foreldrunum. Fyrst var búinn til snjókarl en svo gerðum við tvö snjóvirki með nokkra metra millibili. Þá var hægt að fara í æsispennandi fjölskyldusnjókast milli virkja sem var mjög skemmtilegt. Það er gaman að fara út að leika!

IMG_3797[2]

Mynd dagins er tekin út í snjónum hér í Hrafnshöfðanum í dag. Þarna er Magnús Árni með snjókarli fjölskyldunnar. Það er ekki oft sem við sjáum mikinn snjó hérna í Mosfellsbænum þannig að það er um að gera að nota helgina til að leika sér Smile

 


Heida heldur afmæli!

Laugardagur 27. febrúar 2010

Í kvöld fórum við Inga í skemmtilegt afmæli. Það er Heida vinkona okkar, sem hélt upp á fertugsafmæli sitt með miklum stæl í Rafveitusalnum við Elliðaárnar. Heida er unnusta Erlings, æskuvinar míns af Skaganum. Það var mikið um dýrðir í afmælinu. Boðið var upp á glæsilegt veisluhlaðborð og drykki af ýmsum gerðum eins og hver gat í sig látið. Í einu horninu var búið að útbúa myndasýningu með fjölda mynda úr lífshlaupi Heidu þessi fyrstu 40 ár. Þegar við Inga héldum heim á leið um kl. 1 var ennþá verið að dansa á fullu. Mjög skemmtilegt afmæli og góðar veitingar Tounge

IMG_7085[1]

Mynd dagsins er tekin í 40 ára afmæli Heidu nú í kvöld. Þarna er afmælisstúlkan sjálf ásamt unnustanum Erlingi. Flott kvöld!


Bloggfærslur 9. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband