8.2.2010 | 23:23
Afmælisdagur mömmu!
Mánudagur 1. febrúar 2010
Mamma á afmæli í dag - eins og gefur að skilja er hún nokkru eldri en ég en annars var manni kennt það í æsku að ræða ekki aldur kvenna opinberlega Seinni partinn skruppum við á Skagann í afmælisveislu. Inga var reyndar ekki með þar sem hún lagðist í rúmið í gærkvöldi með hálsbólgu og leiðindi. Held að það sé nú ekki sumarbústaðaferðin sem var svona erfið fyrir hana heldur eitthvað sem er búið að gerjast lengur. Á Skaganum var auðvitað vel tekið á móti okkur feðgum þar sem við áttum góða stund með mömmu og pabba í tilefni afmælisins.
Mynd dagins er tekin á Skaganum í kvöld í afmælisveislu mömmu. Þarna eru Magnús Árni og Ágúst Logi með mömmu og pabba!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2010 | 23:14
Pottormar í pottinum!
Sunnudagur 31. janúar 2010
Við vöknuðum kát og hress í blíðskaparveðri í bústað Ástþórs og Sigrúnar í Skorradal. Eftir morgunverð skelltu flestir sér í morgunbað í pottinum. Svo snæddum við ljúffengan hádegisverð og gripum aðeins í spil áður en horft var á handbolta þar sem Ísland tryggði sér bronsverðlaun á Evrópumótinu í handbolta með því að leggja Pólverja að velli. Þetta var alveg frábær helgi í góðra vina hópi
Mynd dagsins er tekin í pottinum við sumarbústað Ástþórs og Sigrúnar í Skorradal. Þarna eru ansi margir pottormar komnir saman og varla hægt að koma fleirum í einu í pottinn!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)