Og þá er það bolludagurinn!!!

Mánudagur 15. febrúar 2010

Ég rétt náði að stökkva fram úr rúminu í morgun áður en Magnús Árni var mættur með bolluvöndinn inn í svefnherbergi til að "bolla" okkur foreldrana rækilega. Hann gerði forláta bolluvönd í skólanum á föstudaginn og var búin að bíða spenntur alla helgina eftir að fá að nota gripinn. Þeir bræður fengu auðvitað bollur með sér í nesti í skólann. Ég fékk kjötbollur í hádeginu í vinnunni og ljúffengar rjómabollur í síðdegiskaffinu. Ég borðaði reyndar óvenjufáar bollur í dag miðað við síðustu bolludaga þar sem ég hef lagt mig virkilega fram í bolluátinu. Einn eftirminnilegasti bolludagur á síðustu árum rifjast alltaf upp fyrir mér á þessum degi. Þá var ég að vinna í samstarfið við nokkra Dani og sendi þeim tölvupóst að á Íslandi væri "bollu-dagur" í dag. Það var ekki liðið nema andartak þegar allir símar tóku að hringja og voru það Danirnir sem trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu tölvupóstinn - hvað væri eiginlega í gangi hjá okkur klikkuðu Íslendingunum!!!Tounge Þeir sem eru ekki vel að sér í dönsku slangri verða sjálfir að finna út hvað þeir dönsku voru að misskilja...Grin Í tilefni dagins verður myndin í dag að vera almennileg bollumynd - nammi namm!!!

bollur

Hópknús og tertur á Valentínusardegi!

Sunnudagur 14. febrúar 2010

Þó Magnús Árni sonur minn hafi orðið 7 ára hinn 25. janúar hefur ekki gefist tími fyrr en í dag til að halda fjölskyldu- og vinakaffi til að fagna þessum merka áfanga í lífi piltsins. Við Magnús fórum reyndar fyrir veisluna niður á torg hér í Mosfellsbænum þar sem reyna átti að setja heimsmet í hópknúsi í upphafi "Kærleiksviku" Mosfellsbæjar. Mettilraunin fór fram í góðu veðri en eftir ströngum reglum frá heimsmetabókinni. Um 370 manns mættu en það þurfti víst yfir 600 til að slá heimsmetið. A.m.k. var þetta Íslandsmet. Eftir að hafa sett Íslandsmetið fórum við Magnús Árni heim en þar komu nokkrir ættingjar og nágrannar saman og fögnuðu 7 ára afmæli kappans eins og áður sagði. Inga var búin að töfra fram aragrúa af ýmsum tertum og brauðréttum. Magnús Árni var hinn ánægðasti með daginn en hér með er afmælishaldi vegna 7 ára afmæli hans lokið Smile

IMG_7005[1]

Mynd dagsins er tekin á torginu hér í Mosfellsbæ í dag á Valentínusardegi, þar sem við Magnús Árni vorum með í að setja Íslandsmet í hópknúsi. Á myndinni er Hreiðar "knús-stjóri" að ljúka við að fara yfir reglurnar áður en knúsið hófst og eins og sjá má fylgist lögreglan og allir helstu fjölmiðlar með að þetta fari nú allt rétt fram. Bara gaman!!!


9 réttir!!!

Laugardagur 13. febrúar 2010

Fyrirsögnin á ekki að tákna að mér hafi gengið rosalega vel að tippa í getraunum enda kannski ekkert afrek að vera þar með 9 rétta af 13. Þó það væri vissulega gaman var samt ennþá skemmtilegra í kvöld en þá héldum við Inga upp á Akranes í heimsókn til Sævars og Hafdísar vinafólks okkar sem þar héldu alveg svakalegt matarboð. Fleiri félagar voru með í för en það voru Erlingur og Heida og svo bættust Skagamennirnir Ástþór og Sigrún í hópinn. Sævar og Hafdís voru með ítalskt þema í matarboðinu og höfðu lagt mikla nattni í að gera þetta sem glæsilegast. Alls voru 9 réttir á matseðlinum - 3 forréttir, 3 aðalréttir og 3 eftirréttir. Auðvitað stóð maður sína plikt í þessu og sporðrenndi öllum réttunum og fékk sér jafnvel ábót á sumt Cool. Þetta var hin glæsilegasta veisla og borðhaldið stóð yfir í um fjórar klukkutíma. Það er alveg dásamlegt að gera þetta einstaka sinnum þó vigtin sé ekki besti vinur manns daginn eftir.

 

IMG_6986[1]

Mynd dagsins er tekin í matarboðinu hjá Sævari og Hafdísi vinafólki okkar í kvöld. Þar snöruðu þau skötuhjú fram 9 rétta veislumáltíð og við áttum frábært kvöld saman!!! Á myndinn eru frá vinstri. Erlingur, Sigrún, Hafdís, Sævar, Ástþór, Inga og Heida.


Bloggfærslur 23. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband