15.2.2010 | 23:04
Fjölskyldufótbolti
Sunnudagur 7. febrúar 2010
Við fjölskyldan tókum það rólega í dag. Í góða veðrinu skelltum við fjölskyldan okkur þó út í fótbolta. Rétt fyrir utan hjá okkur hér í Mosfellsbænum er fínasti fótboltavöllur sem við förum stundum á. Við vorum dágóða stund í æsispennandi fótbolta og tókum nokkra leiki sem var mjög skemmtilegt. Með okkur var Ólafur Snær, vinur Magnúsar Árna. Mynd dagins er tekin á fótboltavellinum í Hrafnshöfðanum í dag. Frá vinstri: Magnús Árni, Ágúst Logi, Inga og Ólafur Snær, vinur Magnúar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 23:03
Óvissuverð æskufélaganna!
Laugardagur 6. febrúar 2010
Um miðjan dag í dag fór ég í óvissuferð með félögum mínum í félagsskapnum Club'71 (sjá nokkrar færslur á síðasta ári). Við erum nokkrir æskufélagar af Skaganum sem fæddir eru 1971 (og nokkrir aðrir) sem haldið höfum góðu sambandi með því að spila fótbolta einu sinni í viku og 2-3svar á ári gerum við okkur glaðan dag. Í dag var semsagt óvissuferð á dagskrá. Við hittumst fyrir utan skemmtistaðinn Players í Kópavogi en þar var okkur smalað upp í rútu sem ók með okkur á að Hitaveitu Suðurnesja við Bláa lónið. Þar tók mikill heiðursmaður á móti okkur sem sagði okkur ýmislegt frá starfseminni, sögu Bláa lónsins og sýndi okkur um staðinn. Þetta var mjög fróðlegt og gaman að heyra hversu vakandi þeir hitaveitu-menn eru fyrir nýjungum og ferkari nýtingu á þessari mögnuðu auðlind. Eftir heimsóknina í hitaveituna var haldið til Njarðvíkur þar sem við fórum í dekur; heita potta, gufubað, spiluðum bingó og fleira. Tek fram að spilun á bingói er hefð í þessum ferðum og helst á að spila það við óvenjulegar aðstæður eins og tókst vel í þessari ferð. Þegar allir voru orðnir hreinir og stroknir var okkur boðið í Þorra- og hátíðarhlaðborð inn í Keflavík. Þar áttum við félagarnir góða stundir áður en haldið var í höfuðborgina í kringum miðnætti. Þar héldu einhverjir áfram gleðskap fram á nótt en aðrir héldu heima á leið.
Mynd dagsins er tekin í óvissuferð Club'71 í dag. Þarna er hluti hópsins í kominn í heita pottinn í Njarvík þar sem fór vel um okkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 23:02
Pizzuát á strákakvöldi!
Föstudagur 5. febrúar 2010
Inga var að vinna á kvöldvakt nú í kvöld. Við strákarnir voru því bara flottir á því og pöntuðum okkur pizzu í kvöldmatinn. Fyrir valinu varð að fá sér eldbakaða pizzu frá nýlegum pizzu-stað hér í Mosfellsbænum sem kallast "Eldhúsið". Þar er hægt að fá ljúffengar pizzur sem eru með þunnum botni og eldbakaðar. Við feðgar eru mjög hrifnir af þessum pizzum og þegar pantaðar eru pizzur á hemilið eru þær venjulega úr Eldhúsinu. Við feðgarnir áttum bara fínt strákakvöld; borðuðum pizzur og spiluðum tölvuleiki saman - bara mjög gaman!
Mynd dagins er af pizzubakara Eldhúsins hér í Mosfellsbæ að smella ljúffengri pizzu í ofninn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 23:01
Jóhannes í fantaformi
Fimmtudagurinn 4. febrúar 2010
Nú í kvöld var ég staddur á Þorrablóti Hrafnistu í Hafnarfirði, eins af vinnustöðum mínum. Þar voru hátt í 200 manns samankomnir til að blóta saman Þorrann. Þar var glatt á hjalla og einn af mínum eftirlætisskemmtikröftum, Jóhannes Kristjánsson eftirherma, var mættur til að skemmta. Hann hefur glímt við heilsubrest í nokkurn tíma og um mitt síðasta ár lagðist hann undir hnífinn í hjartaskipti. Jóhannes er aðeins að laumast til að skemmta "af og til", eins og kappinn orðaði það sjálfur. Það var nú ekki að sjá á frammistöðu Jóhannesar að þar færi nýlega helsjúkur maður. Hann fór á kostum og snaraði fram nokkrum eftirhermum eins og hans er von og vísa, þar af nokkrum nýjum sem ég hef ekki séð áður. Gaman að sjá Jóhannes aftur kominn á kreik!
Mynd dagsins er af okkur Jóhannes Kristjánssyni á Þorrablótinu í kvöld þar sem Jóhannes fór á kostum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 22:59
Alveg ágætiseinkunn!
Miðvikudagur 3. febrúar 2010
Í dag voru foreldraviðtöl í Lágafellsskóla hér í Mosfellsbæ, þar sem synir okkar tveir stunda nám - Magnús Árni í 1. bekk og Ágúst Logi í 8. bekk. Við foreldranir mættum uppábúin að hitta kennarana þeirra. Fyrst Hildi Karen kennarann hans Ágústar og svo Hildi Halldóru sem kennir Magnúsi Árna. Það er mjög fínt fyrir gleymna foreldra á okkar aldri þegar kennararnir heita svona sama nafni. Við foreldranir vorum gríðarstolt eftir viðtölin. Báðir piltarnir eru að spjara sig með prýði í skólanum og standa sig bæði vel félagslega og í náminu. Bæði viðtölin voru frekar stutt þar sem kennararnir höfðu ekki mikið að segja nema bara að þeir vonuðu að piltarnir héldu áfram á sömu braut. Það er varla hægt að hugsa sér betri umsagnir um börnin sín en þetta svo við fórum með piltana og gáfum þeim góð verðlaun fyrir frammistöðuna
Mynd dagsins er að Lágafellsskóla hér í Mosfellsbænum þar sem við Inga vorum á mjög ánægjulegum foreldrafundum í dag! Myndin er fengin að láni af vef Mosfellsbæjar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 22:54
Tönn, tönn, tönn!
Þriðjudagur 2. febrúar 2010
Það var fjör þegar Eyþór vinur hans Magnúsar Árna var í heimsókn seinni partinn í dag . Þegar þeir voru búnir að leika sér í nokkurn tíma (og drasla vel til í herberginu) kom í ljós að ein framtönnin í Eyþóri var laf-laus. Tönnin datt svo úr stuttu síðar við mikinn fögnuð drengjanna. Það er alltaf gaman að missa tönn!
Mynd dagins sýnir Magnús Árna og Eyþór vin hans í fullu fjöri í að leika sér í dag. Eyþór "tannlausi" brosir sínu breiðasta og heldur á tönninni sem hann missti í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)