26.1.2010 | 23:00
Góðir vinir í heimsókn
Laugardagur 16. janúar 2010
Um miðjan dag í dag komu góðir vinir í heimsókn til okkar í Hrafnshöfðann. Þetta voru þau Guðjón og Gunna vinafólk okkar. Með í för voru afkvæmin þeirra, Einar Gunnar (6 ára) og Ísey Björg (3 ára). Þetta var skemmtilegur dagur sem við áttum saman; krakkarnir léku sér á fullum krafti og við hinir fullorðnu áttu gott spjall enda allt of lang síðan við höfum náð að hittast. Svo snæddum við ljómandi kvöldverð sem Inga galdraði fram og komið var langt fram á kvöld þegar þau fjölskyldan kvöddu okkur. Mjög ánægjulegur dagur
Mynd dagins tekin í heimsókn Guðjóns og Gunnu til okkar í dag (og kvöld). Þarna erum við að gæða okkur á ís og súkkulaðiköku sem er alltaf alveg ljómandi gott!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 23:00
Alltaf gaman að ljúka áfanga sem lengi hefur verið stefnt að!
Föstudagur 15. janúar 2010
Í dag var skemmtilegur dagur í vinnunni. Kl. 10 í morgun var ég viðstaddur þegar Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna (vinnustaðar míns) og Kópavogsbær uundirrituðu rammasamning um starfsemi nýs hjúkrunarheimilis sem verður tekið í notkun við Boðaþing í Kópavogi nú í mars ásamt samtengdri þjónustumiðstöð og íbúðum fyrir aldraða. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Kópavogsbær byggja hjúkrunarheimilið við Boðaþing, en rekstur þess verður á vegum okkar á Hrafnistu og er sannarlega spennandi verkefni. Samhliða byggingu hjúkrunarheimilisins er Kópavogsbær nú að leggja lokahönd á byggingu samtengdrar þjónustumiðstöðar, en þar verða m.a. mötuneyti, félagsstarfi, dagvistun, endurhæfing, sundlaug, starfsmannaaðstaða og fleira. Þetta verkefni er búið að vera mörg ár í undirbúningi og því var mjög góð tilfinning þegar skrifað var undir samkomulagið. Það eru nú samt fjölmörg handtök eftir áður en hægt verður að opna starfsemina en þau verður bara að klára - eitt í einu.
Mynd dagsins er tekin við Boðaþing fyrr í dag þar sem Sjómannadagsráð og Kópavogsbær undirrituðu samning um þjónustustarfsemi fyrir aldraða við Boðaþing í Kópavogi en þessi starfsemi hefst í mars. Á myndinni eru frá vinstir: Ármann Kr. Ólafsson og Gunnsteinn Sigurðsson frá Kópavogsbæ og Guðmundur Hallvarðsson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, ég og Ásgeir Ingvason forstjóri Sjómannadagsráðs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 23:00
Stúlkan sem lék sér að eldinum
Fimmtudagur 14. janúar 2010
Aldrei þessu vant ákváðum við Inga að leigja okkur DVD-mynd nú í kvöld. Þetta gerist reyndar mjög sjaldan því við verjum ekki miklum tíma í sjónvarpsgláp. Ég reyndi út í Snælands-videó og valdi fyrir okkur myndina "Stúlkan sem lék sér af eldinum " Myndin er framhald af myndinni "Karlar sem hata konur" eftir sænska metsölurithöfundin Stieg Larsson. Í myndinni er það hin magnaða Lisbeth Salander sem lendir í magnaðri atburðarás með blaðamanninum Mikael Blomkvist. Myndin er mjög mögnuð þó mér hafi ekki fundist hún jafngóð og fyrri myndin um "Karla sem hata konur". Nú er bara að bíða eftir þriðju myndinni sem væntanleg er í bíóhúsin fljótlega.
Mynd dagsins er auglýsingamynd fyrir kvikmyndina "Stúlkan sem lék sér að eldinum" sem við Inga leigðum á DVD nú í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)