3.-4. sæti er frábær árangur!

Sunnudagur 6. september 2009

Í dag var ég á Akureyri (sjá færslu gærdagsins). Eftir að hafa verið boðinn í morgunkaffi hjá vinafólki, þeim Siggu og Svansa, fylgdist ég með síðasta leik Aftureldingar í úrslitakepninni. Að þessu sinni voru það heimamenn í Þór sem urðu fyrir barðinu á Aftureldingarstrákunum en leikurinn endaði 4-1 fyrir Aftureldingu. Í liði Þórs spilar Bergvin, sonur áðurnefndra hjóna, þannig að við fórum saman á völlinn. Það urðu þó engin slagsmál á áhorfendabekkjunumSmile Aftureldingarstrákarnir biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitum úr leik KA og Fylkis, en sigur Fylkis myndi þíða að okkar strákar væru komnir í úrslitaleikinn. Fylkismenn voru yfir í hálfleik en rétt fyrir leikslok jafnaði KA þannig að Ágúst Logi og Aftureldingarstrákarnir misstu af úrslitaleiknum og þar með Íslandsmeistaratitilinum. Engu að síður lentu þeir í 3.-4. sæti sem er nú alveg frábær árangur hjá þeim. Á leiðinni heim kom ég við á Hvanneyri og sótti Ingu og Magnús Árna sem þar voru um helgina og þáði ljúffengan kvöldmat sem Anna tengdamamma töfraði fram.

September_Akureyri_111

Mynd dagsins er af strákunum í 4. flokki Aftureldingar sem urðu í 3.-4. sæti í Íslandsmótinu í knattspyrnu árið 2009. Frábært hjá þeim!!


Bloggfærslur 7. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband