6.9.2009 | 22:20
15 ára greifi!
Laugardagur 5. september 2009
Ég vaknađi eldsnemma í morgun til ađ bruna til Akureyrar til ađ fylgjast međ Aftureldingarstrákunum í 4. flokki keppa í úrslitakeppni Íslandsmótsins (sjá fćrslu 2. september 2009). Inga og Magnús Árni fóru hins vegar upp á Hvanneyri til tengdaforeldra minna ađ hjálpa til viđ stórtiltekt sem ţar fer fram um helgina. Ég var kominn til Akureyrar rétt fyrir hádegiđ en leikur dagsins hjá drengjunum hófst kl. 12. Ţar unni ţeir Fylki 4-1 en höfđu í gćr tapađ mjög óheppilega 0-1 fyrir KA. Eftir leikinn fórum viđ Ágúst Logi til Jónu mágkonu en Rúnar Ingi (sonur hennar) á 15 ára afmćli í dag og var bođiđ upp á kökur o.fl. Viđ fórum svo fjögur út ađ borđa í kvöld í tilefni afmćlisins. Afmćlisdrengurinn valdi veitingastađinn Greifann ţar sem víđ áttum góđa stund áđur en viđ skiluđum Ágúst Loga aftur til félaga sinna í Aftureldingarliđinu.
Mynd dagins er tekin á veitingastađnum Greifanum á Akureyri nú í kvöld ţar sem 15 ára afmćli Rúnars Inga var fagnađ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 21:57
Púttmót fyrir helgina
Föstudagur 4. september 2009
Seinni partinn í dag tók ég ţátt í starfsmannafélags-púttmóti á vinnustađ mínum, Hrafnistu. Ţó ég spili ekki golf finnst mér vođa gaman ađ taka ţátt í "pútti" en slíkir vellir eru viđ tvö Hrafnistuheimilanna og eru auđvitađ ćtlađir heimilisfólkinu. Viđ starfsmennirnir fáum nú stundum ađ stelast líka til ađ prófa og höldum okkar eigin mót. Eitt slíkt var seinni partinn í dag og var ţađ bara mjög gaman. Mótiđ fer fram eftir mjög nákvćmum reglum en ţátttakendur taka keppnina misalvarlega eins og gerist og gengur. Um árangurinn minn skal sem minnst talađ en eins og stóđ í setningu hér áđan: ţetta var mjög gaman
Mynd dagsins er frá púttmótinu í dag og gefur vonandi tilfinningu fyrir jákvćđu upplifun dagins!
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 21:43
Í skólanum var gaman...
Fimmtudagur 3. september 2009
Í hádeginu í dag hitti ég nokkra félaga úr MBA-námi sem ég stundađi fyrir nokkrum árum í Háskólanum í Reykjavík. Viđ vorum 28 í bekknum en námiđ tók tvö ár, 2002-2004 (sjá nánar fćrslu 5. júní 2009). Bekkurinn hefur veriđ nokkkuđ duglegur ađ hittast frá útskrift og reynum viđ ađ hittast í hádegi á tveggja mánađa fresti yfir vetrartímann. Ţađ er alltaf gaman ađ sjá framan í fólkiđ og rifja upp gamlar sögur en einnig ađ heyra nýjar fréttir af félögunum.
Mynd dagsins er frá "hittingnum" í hádeginu í dag en viđ snćddum á veitingastađnum "Kryddlegin hjörtu" sem er viđ Skúlagötu. Ţađ er mjög skemmtilegur stađur međ "létt" hádegishlađborđ. Myndin sýnir hluta hópsins og á henni eru: Rannveig, Ásta, Anna Dagmar, Ívar og Hanna.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 21:25
Úrslitakeppni undirbúin
Miđvikudagur 2. september 2009
Í kvöld fór ég á foreldrafund hjá 4. flokki í Knattspyrnudeild Aftureldingar. Eins og áđur hefur komiđ fram á ţessari síđu er eldri sonur okkar, Ágúst Logi, ađ ćfa og spila međ flokknum. Á foreldrafundinum var veriđ ađ fara yfir keppnisferđ sem piltarnir okkar eru ađ fara í til Akureyrar um nćstu helgi. Ţá fer fram úrslitakeppni Íslandsmótsins í 4. flokki og verđur spennandi ađ fylgjast međ Aftureldingarpiltum ţar. Á Akureyri keppa 4 liđ af ţeim 8 sem best stóđu sig í sumar og sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn sjálfan.
Mynd dagsins er reyndar ekki af foreldrafundinum heldur dró ég fram 25 ára gamla mynd. Máliđ er nefnilegast ţannig ađ fyrir nákvćmlega 25 árum var ég í sömu sporum og Ágúst Logi. Fór ţá međ liđi mínu, Skagamönnum í úrslitakeppnina og uppskárum ţar Íslandsmeistaratiltil. Enginn pressa samt á piltinum ađ jafna ţađ Fyrir ţá sem ekki ţekkja mig á myndinni ţá er ég í rauđri peysu í neđri röđ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 21:12
Voff, voff!!!
Ţriđjudagur 1. september 2009.
Ađ ţessu sinni ćtla ég ađ fá ađ svindla ađeins og nota mynd frá ţví á sunnudaginn fyrir mynd dagsins í dag. Á sunnudaginn voru viđ fjölskyldan í stórskemmtilegu afmćliskaffi í Unnarholtskoti viđ Flúđir (sjá fćrslu 30.08.09) en ţar á bć eignađist tík heimilisins, hún Dimma, 5 hvolpa á dögunum. Ţeir eru ćgilega fjörugir og skemmtilegir ţessa dagana og ţví gaman ađ leika sér viđ ţá. Mynd dagsins er af nokkrum hvolpana sem nú er ađ halda í sína áttina hver til framtíđareigenda
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)