Bollur í Borgarnesi

Sunnudagur 27. september 2009

Um kaffileytið í dag lögðum við fjölskyldan af stað heim úr Grundarfjarðarferð okkar sem var alveg mjög skemmtileg (sjá færslu gærdagsins). Á leiðinni var stoppað í Borgarnesi hjá tengdaforeldrum mínum sem þangað eru nýfluttir (sjá færslu 13. september). Þar var okkur boðið í fínasta sunnudagskaffi þar sem glóðvolgar, nýbakaðar heimabakaðar bollur ásamt kryddbrauði voru á boðstólnum.

IMG_5854[1]

Mynd dagsins er tekin í Borgarnesi í dag í ljúffengu sunnudagskaffi. Þarna eru Inga og strákarnir ásamt Önnu tengdamömmu.


Halló Grundarfjörður

Laugardagur 26. september 2009

Í morgun fórum við fjölskyldan í heimsókn á Grundarfjörð en þar býr vinafólk okkar, Pétur og Eva ásamt börnum sínum. Með í för voru líka vinir okkar, Sævar og Hafdís, ásamt sínum börnum. Við áttum mjög góðan dag á Grundarfirði. Það var reyndar alveg ömurlegt veður þannig að við vorum nánast bara innivið. Engu að síður mjög skemmtilegur dagur og kvöld Cool

IMG_5815[1]

Mynd dagsins er tekin á Grundarfirði í dag. Þarna erum við öll að spila bingó en það var auðvitað mikið fjör og mikil spenna.


Bloggfærslur 28. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband