24.9.2009 | 00:09
Hádegisfundur með gömlum félaga
Miðvikudagurinn 23. september 2009
Í hádeginu í dag hitti ég Guðjón Gunnarsson, gamlan félaga og vin úr Háskólanum. Við smelltum okkur á veitingastaðinn Ruby Tuesday í Skipholtinu og fórum yfir stöðu mála hjá hvorum öðrum enda allt of langt síðan við hittumst síðast. Síðust ár höfum við reynt að hittast reglulega og oftast notað hádegið til þess.
Mynd dagsins er tekin á Ruby Tuesday í hádeginu í dag þar sem við Guðjón félagi minn áttum góða stund!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 00:00
Hey! Settu niður kartöflur - Hey! þær koma upp!
Þriðjudagur 22. september 2009
Seinni partinn í dag fór ég með sonunum tveimur, Ágústi Loga og Magnúsi Árna, í heimsókn til ömmu og afa á Akranesi. Aðaltilgangur heimsóknarinnar var að taka upp kartöflur en í vor settu þeir bræður niður í sitt hvort kartöflubeðið í bakgarðinum á Bjarkargrundinni hjá ömmu sinni og afa. Uppskeran var mjög góð, yfir 8 kíló af kartöflum úr hvoru beði en minna en kíló af útsæði fór í hvort beð. Það verða því nýjar og gómsætar kartöflur í matinn hjá okkur næstu daga Eftir garðvinnuna var boðið upp á grillaða blá-keilu áður en haldið var í Mosfellsbæinn aftur.
Mynd dagsins er tekin úti í kartöflugarði í bakgarðinum á Bjarkargrundinni. Þarna eru piltarnir ásamt Magnúsi afa sínum í kartöfluupptökunni og virðast menn bara vera nokkuð stolltir af uppskerunni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)