23.9.2009 | 23:49
Karlar sem hata konur
Mánudagur 21. september 2009
Í kvöld fórum við Inga í bíó og sáum myndina "Karlar sem hata konur". Þess mynd hefur verið mjög umtöluð nú í sumar en myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók sænska rithöfunarins Stieg Larsson. Myndin mun vera vinsælasta mynd sem gerð hefur verið á Norðurlöndum. Það skil ég nú bara mæta vel. Ég er reyndar ekki búinn að lesa bókina en myndin var hreint alveg mögnuð og áhrifarík.
Mynd dagsins er tekin fyrir utan kvikmyndahúsið Regnbogann nú í köld en þar fórum við Inga í bíó. Það er mjög gott þegar kvimyndahúsin bjóða upp á níu-bíó eins og í gamla daga. Fyrir fjölskyldufólk er kl. 20 eiginilega of snemmt og kl. 22 dálítið seint.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 23:39
Stefnan sett á Strandirnar!
Sunnudagur 20. september 2009
Eftir hádegi í dag brugðum við fjölskyldan okkur í kaffi til Ívars og Elínar, vinafólks okkar í Hafnarfirði. Þar var okkur boðið upp á gómsætar vöfflur, heimabakað brauð og fleira bakkelsi. Það er alltaf gaman að hitta þau hjónin og börnin tvö, Margréti og Jóhann. Reyndar verður að viðurkennast að heimsóknin hafði líka annan tilgang en að gúffa í sig vöfflum. Við Ívar erum í ferðanefnd gönguhópsins Hvatbera (sjá færslur 27.-29. júní 2009). Við fáum því það vandasama hlutverk að velja og skipuleggja ferð fyrir gönguhópinn næsta sumar. Við spjölluðum lengi um málin enda margar hugmyndir sem koma til greina. Við vorum þó öll sammála á endanum um að stefna á Strandirnar næsta sumar. Hópurinn fór á Hornstrandir sumarið 2006 en þá var gengið úr Hornbjargsvita yfir í Reykjafjörð í alveg hreint frábærri ferð. Nú er hins vegar planið að ganga hina leiðina í Reykjafjörð. Ferðin mun þá hefjast í Norðurfirði á Ströndum og leiðin liggur þaðan og yfir í Reykjafjörð sem er hreint alveg himneskur staður. Þetta verða 3-4 dagar á göngu og svo er spurning hvort fólk bætir við sig einhverjum dögum í Reykjafirði í restina. En amk spennandi gönguferð framundan næsta sumar!
Mynd dagsins er úr Reykjafirði. Þessi skemmtilegi fjörður á Hornströndunum er alger paradís, í raun algert "must" fyrir alla Íslendinga að koma þarna einu sinni á ævinni. Þarna býr fjölskylda á sumrin og staðurinn býður upp á friðsæld, hina fínustu sundlaug og frábæra náttúrufegurð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)