Nætursaltað var það heillin...!

Miðvikudagurinn 16. september 2009

Inga var á kvöldvakt í kvöld þannig að við feðgarnir vorum einir heima í kvöldmatnum. Við þessi tækifæri, þá notum við stundum tækifærið og höfum "strákamat". Oft er það fiskur sem verður fyrir valinu. Í kvöld var það eitt af mínum uppáhaldi, sem við gæddum okkur á - nætursöltuð ýsa. Alveg hreint guðdómlegur matur sem ég borða allt of sjaldan Smile

IMG_5758[1]

Mynd dagsins er tekin í eldhúsinu nú í kvöld og sýnir yfirkokkinn með hina gómsætu máltíð sem við strákarnir gæddum okkur á í kvöldCool


Óvæntur glaðningur

Þriðjudagurinn 15. september 2009

Seinni partinn í dag vorum við Inga bæði að vinna en strákarnir okkar, Ágúst Logi og Magnús Árni, voru heima á meðan. Þegar við komum heim undir kvöldmat voru drengirnir aldeilis búnir að standa í stöngu. Þeir höfðu bakað tvær tegundir af pizzasnúðum og komu okkur foreldrunum aldeilis á óvart!

IMG_5752[1]

Mynd dagsins er af piltunum með afrakstur dagsins. Aldeilis óvænt að fá heita pizzasnúða þegar foreldrarnir koma heim - og alveg ljómandi gott Smile


Vinna, vinna, vinna...

Mánudagur 14. september 2009

Þessa dagana er frekar mikið að gera hjá mér í vinnunni. Dagurinn í dag var nokkuð strembinn og þegar ég kom heim undir kvöldmat var margt óleyst. Ég sat því við tölvuna fram á nótt. Svona er lífið stundum en sem betur fer er ég í mjög skemmtilegri vinnu!

IMG_5761[1]

Mynd dagsins er tekin nú í kvöld. Þarna er ég kominn heim og sit við fartölvuna. Í fyrra gaf Inga mér forláta púða með spjaldi á annari hliðinni en þessi púði er sérhannaður undir fartölvur og nýtist vel því stundum þarf maður að vinna í tölvunni á kvöldin.


Bloggfærslur 16. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband