13.9.2009 | 23:50
Síðbúið afmæli...
Föstudagur 11. september 2009
Í kvöld fórum við Inga út að borða. Tilefnið var að halda upp á afmæli hennar sem reyndar var hinn 30. ágúst en okkur hefur ekki gefist tími til almennilegra hátíðarhalda fyrr en nú. Fyrir valinu var hinn skemmtilegi staður Caruso, á Laugaveginum. Caruso hefur síðustu ár verið meðal vinsælustu veitingastaða landsins en þar er ítölsk matargerð höfð í hávegum og tekist mjög vel til.
Mynd dagsins er tekin í kvöld á veitingastaðnum Caruso á Laugaveginum. Myndin er tekin á farsímann þannig að gæðin urðu ekkert spes, en engu að síður mjög ángæjulegt og skemmtilegt kvöld!
Bloggar | Breytt 14.9.2009 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 23:44
Bragðgott bakarí
Fimmtudagur 10. september 2009
Við hér í Mosfellsbænum eigum ægilega fínt bakarí, Mosfellsbakarí. Það er nú reyndar ekkert sniðugt að fara þangað of oft svo maður verði ekki kúlulaga í laginu. En einstaka sinnum fellur maður fyrir freistingunum. Í gær og dag var Ágúst Logi hálfslappur þannig að seinni partinn í dag fór ég út í bakarí og keypti eitthvað gott til að hressa hann við (og líka fleiri fjölskyldumeðlimi).
Mynd dagins er úr Mosfellsbakaríi og gefur vonandi innsýn í allt það ljúffenga og bragðgóða sem þar er á boðstólnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)