1.9.2009 | 23:16
Bláber og Bleiki pardusinn
Mánudagur 31. september 2009
Seinni partinn í dag fóru Magnús Árni og Inga í berjamó upp á Mosfellsheiði. Í kvöldmatnum í kvöld hér á heimilinu var boðið upp á guðdómlegan eftirrétt sem Magnús Árni fékk sjálfur að velja og útbúa: Nýtínd bláber með sykri og rjóma og heilsudrykkinn Bleika pardusinn sem Magnús bjó til í fyrsta heimilisfræðitímanum sínum í skólanum í dag
Mynd dagsins er tekin við kvölmatarborðið í kvöld þegar verið er að gæða sér á eftirréttinum. Frá vinstri: Magnús Árni, Ágúst Logi og ég en Inga tók myndina að þessu sinni. Alltaf gaman þegar börnin eru sjálf að sjá um kvöldmatinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2009 | 23:08
Afmælisdagur Ingu
Sunnudagur 30. ágúst 2009
Hún Inga mín, eiginkona síðustu 11 ár, á afmæli í dag. Venju samkvæmt hér í fjölskyldunni, var hún vakinn með afmælissöng og fékk færðan morgunmat í rúmið. Svo fórum við fjölskyldan í afmælisveislum við Flúðir þar sem systursynir Ingu, Kristinn Þór (9 ára) og Þorsteinn Ingi (2 ára) héldu upp á afmæli sitt með hnallþórum, hvolpasýningu og miklu fjöri. Dagurinn fór að mestu í ferðina á Flúðir en við fjölskyldan munum halda betur upp á afmælið hennar Ingu við betra tækifæri.
Mynd dagsins átti að vera af Ingu með afmælistertu, pakka og morgunverðin í rúminu en mér var harðbannað að setja þá mynd hér inn. Í staðir kemur hér mynda af henni Ingu þegar hún var 1 árs á seinni hluta síðust aldar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 22:54
Þvílíkur laugardagur!!!
Laugardagur 29. ágúst 2009
Vá! Þessi dagur var langur og annasamur en gríðarlega skemmtilegur. Eftir að hafa tekið morguninn rólega var ég mættur á Varmárvöll kl. 11:30 til að dæma knattspyrnuleik hjá yngri flokkum Knattspyrnudeildar Aftureldingar (sjá færslu 18. ágúst). Að leik loknum var hafinn mikil skemmtun tengd bæjarhátínni hér í Mosó, Í túninu heima. Kl. 15 vorum við fjölskyldan komin í afmæli til Fríðu Rósar frænku minnar, sem hélt upp á 3ja ára afmælið sitt. Mjög flottar tertur og skemmtilegur félagsskapur! Kl. 17 vorum við fjölskyldan svo mætt á túnið við Vífilsstaðaspítala þar sem vinnustaður minn, Hrafnista, hélt fjölskyldugrillhátíð í blíðunni. Grill fyrir 600 manns, dúettin Hljómur að spila, hoppukastalar, candy-flos og andlitsmálun fyrir börnin - gekk ótrúlega vel! Við stungum svo af úr þessari veislu til að vera komnn í götugrill í götunni okkar hér í Hrafnshöfðanum kl. 19 en það heppnaðist alveg ótrúlega vel og nágrannarnir aldeilis í góðum gír. Götugrillinu lauk upp úr kl.21 þegar skundað var á glæsilega útitónleika hér á torginu í Mosó með sem lauk með flottri flugeldasýningu. Upp úr kl. 23 héldum við Inga svo niður í íþróttahúsið að Varmá þar sem haldinn var stórdansleikur bæjarhátíðarinnar með Egó og Bubba og Pöpunum. Þetta var fjáröflunardansleikur fyrir knattspyrnudeild Aftureldingar. Við Inga tókum að okkur að vera barþjónar en alls vorum við um 15 barþjónar á þessum tæplega 1.000 manna dansleik. Vá! Ekkert smá brjálað að gera á barnum, sjaldan upplifað annað eins en þetta var nú samt bara mjög gaman!!! Ballinu lauk um kl. 3:30 og þá vorum við nokkur í um klukkustund að taka til áður maður komst í rúmið eftir langan, erilsaman en frábærlega skemmtilegan dag
Mynd dagsins er úr götugrillinu í Hrafnishöfðanum. Þó hún sýni kannski ekki mörg brosandi andlit valdi ég hana til að fanga stemninguna. Við vorum með stór tjald til öryggis ef veður yrði vont en það þurfti nú varla í blíðunni sem var í dag og kvöld!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)