20.8.2009 | 23:02
"Síðasta kvöldmáltíðin"
Fimmtudagurinn 20. ágúst 2009
Guðrún mágkona, sem býr í Þýskalandi, hefur verið á Íslandi síðustu 3 vikur eða svo. Stóran hluta þessa tíma hefur hún haft aðsetur hér hjá okkur, þó hún hafi verið á fleygiferð um allt land. Í kvöld hélt hún til baka til Þýskalands. Það er alltaf gaman að hafa Guðrúnu í heimsókn enda venjulega líf og fjör í kringum hana. Nú í kvöld borðuðum við saman "síðustu kvöldmáltíðina" áður en Inga og strákarnir skutluðu henni í Leifsstöð. Guðrún vildi endilega fá að velja og elda kvöldmatinn. Fyrir valinu var Tex-Mex veisla sem Guðrún töfraði fram, strákunum sérstaklega til mikillar gleði.
Mynd dagsins er af okkur fjölskyldunni og Guðrúnu mágkonu við kvöldmatarborðið í kvöld. Nú er bara að byrja telja niður þangað til Guðrún kemur næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 19:08
Vetrarstarfið skipulagt
Miðvikudagurinn 19. ágúst 2009
Í hádeginu í dag hittumst við nokkrir félagar og fengum okkur að borða saman. Fyrir utan að eiga góða stund saman var ætlunin að ræða aðeins vetrarstarf í félagsskap sem við erum í, sem ber hið merka nafn club 71 (sjá færslur 4. júlí og 23. maí). Það var mikið bollalagt og skeggrætt og spennandi vetrarstarf framundan í klúbbnum
Þar sem ég var ekki með neina myndavél á mér í dag ákvað ég bara að hafa mynd dagsins af hinum ágæta veitingastað Laugaás en þar átti ég góða stund með góðum félögum í hádeginu í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 18:55
"Dómarann í sturtu!"
Þriðjudagur 18. apríl 2009
Undanfarin ár hef ég öðru hverju verið fenginn til að vera dómari í leikjum yngri flokka hjá knattspyrnudeild Aftureldingar hér í Mosfellsbæ. Það er langt því frá að ég sækist eftir miklum frama á þessum vettfangi heldur kemur þetta til að illri nauðsyn því flest knattspyrnufélög eru oft í miklum vandræðum að fnna dómara á leiki sína. Fyrir nokkrum árum tókum við okkur til, nokkrir pabbar, og fórum á dómaranámskeið þanng að það myndaðist kjarni af dómurum hér í Mosfellsbæ. Dómgæslan er líka ágætis heilsurækt enda mældi einn í hópnum að í venjulegum leik sé dómarinn að hlaupa 5-8 km. Dómarastarf er þó eitt vanþakklátasta starf sem til er enda fá dómarar sjaldnast hrós, í besta falli þögn. Oft er verið að tuða og koma með aðfinnslur sem sjaldnast eiga við rök að styðjast. Yfirleitt er þó bara gaman að fara út að hlaupa í fríska loftinu og gera íþróttafélaginu gagn í leiðinni. Í kvöld fór ég á knattspyrnusvæðið á Tungubökkum hér í Mosfellsbæ þar sem ég dæmdi leik í 3. flokki karla (15-16 ára). Afturelding beið þar lægri hlut fyrir Þrótti. Það var í mörg horn að líta í dómgæslunni eins og oft vill verða hjá þessum aldursflokki, enda ungir menn sem eru að sligast undan hormónaflæði
Mynd dagsins er af dómaranum mér með rauða spjaldið á loft en ég varð, því miður, að lyfta því tvisvar á loft í leik kvöldsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)